Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   þri 14. september 2021 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Höness: Alaba dreymdi um að spila í Barcelona
Uli Höness, fyrrum leikmaður og forseti FC Bayern, fór aftur í tímann í huganum og minntist samtals sem hann átti við David Alaba fyrir nokkrum árum.

Hinn austurríski Alaba yfirgaf fyrrum Evrópumeistara FC Bayern á frjálsri sölu í sumar til að ganga í raðir Real Madrid. Draumur Alaba var þó ekki að fara til Real, heldur Barcelona.

„David Alaba sagði einu sinni við mig að draumurinn væri að spila í Barcelona einn daginn. Ég svaraði þá: 'Viltu semja við forsetann eða gjaldþrotabúið?' Barcelona er ekki lengur fyrirmynd í þessum efnum," sagði Höness við Expressen.

Bayern mætir Barcelona í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld og telur Höness Bæjara vera sigurstranglegri.

„Bayern er sigurstranglegra því Barcelona á í fjárhagsvandræðum og er ekki uppá sitt besta eftir leikmannasölur."
Athugasemdir
banner