Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   lau 14. september 2024 20:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Sancho lagði upp sigurmarkið
Mynd: Chelsea

Bournemouth 0 - 1 Chelsea
0-0 Evanilson ('38 , Misnotað víti)
0-1 Christopher Nkunku ('86 )


Chelsea vann Bournemouth á Vitality vellinum í kvöld.

Bournemouth var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og fékk gullið tækifæri til að ná forystunni undir lokin. Þá fékk Evanilson vítaspyrnu þegar Robert Sanchez, markvörður Chelsea, braut á honum.

Evanilson steig á punktinn en Sanchez varði vel frá honum og því markalaust þegar liðin gengu inn til búningsherbergja þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Jadon Sancho kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik fyrir Chelsea í hálfleik en hann átti eftir að koma við sögu. Christopher Nkunku kom einnig inn á sem varamaður síðar í leiknum.

Sancho átti sendingu á Nkunku seint í leiknum og Nkunku skoraði af miklu harðfylgi og tryggði liðinu stigin þrjú.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner