banner
   mið 14. október 2020 18:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katar: Jafntefli hjá lærisveinum Heimis í bikarkeppni
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Íslendingalið Al Arabi tapaði í bikarúrslitunum í Katar um síðustu helgi. Liðið tapaði 4-0 gegn Al Sadd, lærisveinum Xavi, í úrslitaleik um síðustu helgi.

Bikarkeppni þessa tímabils er komin á fulla ferð þó að bikarkeppni síðasta tímabils sé nýbúin.

Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í Al Arabi mættu Al Rayyan í kvöld og þar var niðurstaðan 1-1 jafntefli.

Naif Al Hadhrami kom Al Rayyan yfir eftir aðeins fimm mínútna leik en Khalid Mubarak náði að jafna fyrir Al Arabi þegar tæpar tíu mínútur voru til leikhlés.

Engin mörk voru skoruð í seinni hálfleiknum og lokatölur því 1-1. Aron Einar Gunnarsson var ekki með Al Arabi en hann er nýbúinn í landsliðsverkefni með Íslandi.

Al Arabi hefur núna spilað þrjá leiki í bikarkeppninni á þessu tímabili og er með sjö stig í öðru sæti B-riðils, en spilað er í tveimur riðlum til að byrja með. Fjögur efstu liðin fara áfram í 8-liða úrslit.
Athugasemdir
banner
banner
banner