Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 10. október 2020 16:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Cazorla skoraði eitt markanna er Xavi skákaði Heimi í bikarúrslitaleik
Cazorla skoraði eitt marka Al-Sadd
Mynd: Getty Images
Al Arabi 0 - 4 Al Sadd

Al Arabi mætti Al-Sadd í úrslitaleik QSL bikarkeppninnar í Katar í dag. Heimir Hallgrímsson er þjálfari Al Arabi á meðan Xavi, Barcelona-goðsögnin, er þjálfari Al-Sadd. Aron Einar Gunnarsson er á mála hjá Al Arabi en hann lék ekki með liðinu í dag þar sem hann er í landsliðsverkefni hér á landi.

Al-Sadd leiddi 0-1 í hálfleik þar sem Youssef Youssef Abdel Razaq skoraði á sautjándu mínútu. Markvörður Al Arabi fór langt út fyrir teiginn en Razaq var á undan í boltann og renndi boltanum í autt netið.

Nam Tae-Hee skoraði annað mark Al-Sadd í upphafi seinni hálfleiks og Santi Cazorla, fyrrum leikmaður Arsenal, skoraði þriðja markið á 77. mínútu og kom Al-Sadd í frábæra stöðu. Lokamarkið kom í upphafi uppbótartíma og niðurstaðan fjögurra marka sigur Al-Sadd. Rodrigo Tabata skoraði lokamarkið.

Þetta var þriðji leikur Al-Sadd og Al Arabi á þessu ári. Fyrsta leiknum lauk með stórsigri Al-Sadd en í febrúar gerðu liðin jafntefli. Þetta var þá í annað sinn sem Al Arabi leikur til úrslita í þessari bikarkeppni en liðið tapaði einnig þegar liðið komst þangað í fyrsta skiptið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner