Caroline Van Slambrouk hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir tvö ár í herbúðum Keflavíkur.
Caroline er bandarísk og er 31 árs gömul en hún kom hingað til lands árið 2017 og lék með ÍBV þar til hún gekk til liðs við Keflavík síðasta sumar.
Á sínum ferli hér á landi lék hún 114 leiki og skoraði sex mörk.
Hún hefur ekki yfirgefið Keflavík en hún mun vera í fullu starfi í þjálfun hjá Keflavík. Hún hefur starfað sem þjálfari í yngri flokkum kvenna hjá félaginu og mun taka að sér að þjálfa 2. flokk ásamt því að þjálfa 3.-5. flokk sem er samstarf milli Reynis Sandgerði, Keflavíkur, Víðis og Njarðvíkur.
„Við hjá Knattspyrnudeildinni erum afar stolt og ánægð að hafa Caroline hjá okkur og mun hún halda áfram að miðla sinni kunnáttu til okkar ungu og efnilegu knattspyrnukvenna hér á Suðurnesjum. Takk Caroline fyrir þitt framlag innan vallar og við hlökkum til að njóta krafta þinna áfram í Keflavík," segir í tilkynningu frá félaginu.