Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 14. nóvember 2020 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Exeter taplaust í fimm leikjum með Jökul í markinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bradford City 2 - 2 Exeter

Jökull Andrésson er á sinni þriðju viku sem lánsmarkvörður hjá Exeter. Í vikunni var neyðarláni hans framlengt í annað skiptið. Núgildandi lán gildir fram í miðja næstu viku.

Exeter hefur verið í markvarðarkrísu og var hinn nítján ára Jökull fenginn til að leysa af. Jökull er samningsbundinn Reading.

Jökull lék sinn fimmta leik með Exeter í 2-2 jafntefli gegn Bradford í dag. Bradford komst í 1-0 en Exeter svaraði með tveimur mörkum áður en Bradfod jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Ekkert var skorað í seinni hálfleik en Jökull þurfti að taka á honum stóra sínum í tvígang hið minnsa og varði alls fjögur skot. Exeter er með 21 stig og situr í 4. sæti ensku D-deildarinnar eftir tólf leiki.

Óvíst er hvort neyðarlánið verði framlengt aftur en Exeter getur ekki fengið hann í lengri tíma en viku í senn fyrr en félagaskiptaglugginn opnast í janúar.

Tíst um Jökul:




Athugasemdir
banner