Leggðu þitt af mörkum
Hin ganverska Samira Suleman safnar nú fótbolta- og íþróttabúnaði sem hún fer með til Gana um jólin.
Samira gerði þetta líka um síðustu jól en hún fór þá með mikið magn af treyjum, skóm og öðrum búnaði í heimabæ sinn og gladdi þar mörg börn sem eiga ekki fyrir slíkan búnað. Fyrir börnin skiptir þetta gríðarlega miklu máli en í Gana er ekki sjálfsagt mál að eiga fótboltaskó og aðra hluti til fótboltaiðkunnar.
Samira sjálf spilaði fótbolta í skólaskónum sínum þegar hún var yngri en hún er mikil fyrirmynd fyrir unga krakka í heimalandi sínu. Hún varð atvinnukona á Íslandi og er núna að stíga sín fyrstu skref í þjálfun á Akranesi. Hún ætlar sér langt í þeim bransa og ætlar þannig að brjóta fleiri múra.
Hún vonast til þess að fá hjálp við að láta drauma rætast hjá börnum í Gana um jólin. Fólk getur haft samband við hana eða knattspyrnufélagið ÍA til að leggja sitt af mörkum með því að gefa fótboltadót eða með því að styrkja ferðalag hennar heim með allt dótið fyrir börnin í heimabæ sínum.
Samira gerði þetta líka um síðustu jól en hún fór þá með mikið magn af treyjum, skóm og öðrum búnaði í heimabæ sinn og gladdi þar mörg börn sem eiga ekki fyrir slíkan búnað. Fyrir börnin skiptir þetta gríðarlega miklu máli en í Gana er ekki sjálfsagt mál að eiga fótboltaskó og aðra hluti til fótboltaiðkunnar.
Samira sjálf spilaði fótbolta í skólaskónum sínum þegar hún var yngri en hún er mikil fyrirmynd fyrir unga krakka í heimalandi sínu. Hún varð atvinnukona á Íslandi og er núna að stíga sín fyrstu skref í þjálfun á Akranesi. Hún ætlar sér langt í þeim bransa og ætlar þannig að brjóta fleiri múra.
Hún vonast til þess að fá hjálp við að láta drauma rætast hjá börnum í Gana um jólin. Fólk getur haft samband við hana eða knattspyrnufélagið ÍA til að leggja sitt af mörkum með því að gefa fótboltadót eða með því að styrkja ferðalag hennar heim með allt dótið fyrir börnin í heimabæ sínum.
Í spilaranum fyrir ofan er hægt að hlusta á viðtal við Samiru þar sem hún ræðir um verkefni sitt, feril sinn í fótbolta, þjálfunina og lífið á Íslandi.
Athugasemdir