Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 14. desember 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Minamino árið 2018: Langar að spila á Bretlandi
Mynd: Getty Images
Takumi Minamino, leikmaður Red Bull Salzburg, átti flottan leik gegn Liverpool á þriðjudagskvöldið og hefur í heildina leikið vel með Salzburg í Meistaradeildinni.

Á fimmtudag fóru sögusagnir á flug um að Liverpool hefði áhuga á japanska landsliðsmanninum.

Miðillinn The Athletic reyndi að grafa upp einhver ummæli frá Minamino sem tengdust Liverpool eða ensku úrvalsdeildinni.

Miðlinum tókst að finna ummæli frá árinu 2018, eftir leik með Salzburg gegn Celtic í Evrópudeildinni, sem hljóma á þessa leið: „Ég væri vel til í að spila á Bretlandi," sagði Minamino eftir leikinn árið 2018.

„Úrvalsdeildin er ein af þeim deildum sem ég hef horft á síðan ég var barn og það er deild þar sem allir bestu leikmennirnir spila."

„Eins og Celtic spilaði og hvernig stuðningsmennirnir voru, leikvangurinn og andrúmsloftið - það svipar til þess sem gengur og gerist í úrvalsdeildinni. Þetta var góð reynsla fyrir mig.


Sögusagnirnar um Minamino eru þær að Liverpool ætli að kaupa hann í janúar og þurfi einungis að borga rúmar sjö milljónir punda - riftunarverð leikmannsins.
Athugasemdir
banner
banner