Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   lau 15. janúar 2022 14:41
Haraldur Örn Haraldsson
Aron Bjarki: Ofboðslega spenntur að spila stórt hlutverk með ÍA
Mynd: ÍA
Aron Bjarki Jósepsson spilaði fyrri hálfleikin fyrir ÍA þegar þeir mættu FH í Fóbolti.net mótinu í dag en hann er nýkominn til félagsins frá KR.

ÍA sigraði leikinn 5-4 í skemmtilegum leik en Aron var síðan tekin í viðtal eftir leik.

Þá er öðrum leik undirbúningstímabilsins búinn hvernig leggst þetta í þig?

„Bara mjög vel, ofboðslega spenntur fyrir því að fá tækifærið til að spila með skaganum og fá að vera í stóru hlutverki."

Voru engin önnur félög sem komu til greina að skipta yfir í?

„Jú jú það voru alveg eitthvað, nokkrir möguleikar. Þetta gerðist bara soldið hratt síðan við töluðum saman núna á miðvikudaginn ég og Jói Kalli og mér bara leist rosalega vel á verkefnið og við gerðum þetta bara flott saman, getum látið þetta ganga upp þannig ég er bara rosa spenntur."

Var ástæðan fyrir því að þú ákveður að skipta um félag að Finnur Tómas kemur til KR?

„Sko já og nei. Ég var búinn að tala við KR og við vorum búnir að vera í samræðum um það allan vetur að ef ég myndi fá verkefni sem myndi henta mér mjög vel og myndi fá stórt hlutverk í þá myndi ég taka það. Þetta kom bara núna upp og ég var mjög spenntur fyrir því þannig ég tók það. Þeir vissu það líka KR-ingar."

Er mikið hægt að rýna í svona leik sem er svona snemma á undirbúningstímabilinu?

„Já já það er fullt í þessu sem maður getur verið að pæla í. Við erum að finna soldið shapeið á okkur og hvernig við eigum að vera svo er bara geggjað að vinna, það er alltaf gott að búa til sigurhefð. FH-ingarnir eru með gott lið þannig það er frábært að vera vinna þá þannig við tökum bara jákvæðu hlutina út úr þessu og svo lærum við af þeim neikvæðu"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner