Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 15. janúar 2025 14:31
Elvar Geir Magnússon
Víkingur fékk sekt fyrir ólöglegan leikmann
Víkingur keypti Stíg frá ítalska félaginu Triestina í vetur.
Víkingur keypti Stíg frá ítalska félaginu Triestina í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR vann 5-2 sigur gegn Víkingi í Reykjavíkurmótinu í gær.

Stígur Diljan Þórðarson var í liði Víkings en hann var að koma að utan og er því ekki kominn með leikheimild. Víkingi hefði því alltaf verið dæmdur 0-3 ósigur ef liðið hefði ekki tapað.

KSÍ hefur sektað Víking um 60 þúsund krónur. Úrslit leiksins standa óbreytt, 2-5 KR í vil.

Meistaraflokkur Víkings er að snúa aftur úr fríi og líkt og í fyrstu umferð Reykjavíkurmótsins var lið þeirra að mestu skipað strákum úr 2. flokki og þjálfari flokksins, Aron Baldvin Þórðarson, stýrði liðinu.

Nú er liðið hinsvegar farið af stað af krafti í undirbúningi sínum fyrir einvígið gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar sem fram fer í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner