Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 15. febrúar 2021 14:10
Elvar Geir Magnússon
Klopp um borðann: Enginn þarf að hafa áhyggjur af mér
Stuðningsmenn Liverpool settu upp þennan borða fyrir utan Anfield, heimavöll félagsins.
Stuðningsmenn Liverpool settu upp þennan borða fyrir utan Anfield, heimavöll félagsins.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Gengi Liverpool að undanförnu hefur verið mjög dapurt en Jurgen Klopp bar sig vel á fréttamannafundi í dag.

Umræða hefur verið um Klopp en hann missti móður sína á dögunum. Stuðningsmenn settu upp borða fyrir utan Anfield með þeim skilaboðum til Klopp að hann „gangi ekki einn".

Vangaveltur hafa jafnvel verið í gangi um hvort hann gæti látið af störfum hjá Liverpool en hann er alls ekki á þeim buxunum.

„Borðinn er flottur, ég tel mig ekki þurfa sérstakan stuðning en þetta er flott. Ég þarf ekki að taka mér hlé. Það síðasta sem ég vil gera er að tala um einkamál mín," segir Klopp.

„Við höfum átt erfiðan tíma en við tökumst á þetta saman sem fjölskylda 100%. Ég er 53 ára og hef unnið sem þjálfari í 30 ár og get skilið hluti að. Ég ber hlutina ekki með mér."

„Að sjálfsögðu hefur ýmislegt áhrif á mann en enginn þarf að hafa áhyggjur af mér. Skeggið er að verða grárra, ég sef ekki mikið en ég er fullur af orku."

„Staðan er eins og hún er og ég lít á þetta sem áskorun. Það er mikil jákvæðni í okkur og við erum til í slaginn. Ég er spenntur fyrir því að fara í fyrsta sinn til Ungverjalands," segir Klopp en í Búdapest annað kvöld leikur Liverpool fyrri leik sinn gegn RB Leipzig í Meistaradeildinni.

Saknar stuðningsmanna
Klopp viðurkennir að hann sakni þess að hafa stuðningsmenn á völlunum.

„Við erum að þessu fyrir fólkið. Ég finn mikið fyrir ábyrgðinni þegar okkur gengur ekki vel. Meirihlutinn af okkar fólki er enn með okkur. Ég væri til í að berjast í þessu með okkar fólki á vellinum," segir Klopp. „Það hefði verið betra að sýna samstöðuna með fullum velli næstu tíu leiki. Við berjumst saman en á mismunandi stöðum. Að vita af stuðningnum er frábært."

Sjá einnig:
Crouch segir að Klopp eigi skilið að fá meiri virðingu


Athugasemdir
banner
banner
banner