Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mán 15. febrúar 2021 11:00
Elvar Geir Magnússon
Crouch segir að Klopp eigi skilið að fá meiri virðingu
Peter Crouch er fyrrum leikmaður Liverpool.
Peter Crouch er fyrrum leikmaður Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Lesendum Daily Mail gafst kostur á því að senda spurningar á Peter Crouch varðandi ensku úrvalsdeildina.

Meðal spurninga sem Crouch fékk var hvort hann teldi mögulegt að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, yrði næsti stjóri til að yfirgefa sitt félag?

Kevin McGuinness kom með spurninguna.

„Nei Kevin, ég sé það ekki gerast. Jurgen Klopp hefur verið framúrskarandi fyrir Liverpool og mun vera það áfram. Ef það eru einhverjir stuðningsmenn sem telja að hann sé kominn á endastöð þurfa þeir að fara í sjálfskoðun. Það sem maðurinn hefur gert fyrir félagið þeirra er ótrúlegt," segir Crouch en hann lék með Liverpool 2005 - 2008.

„Klopp er að syrgja sem stendur og það yrði rétt að fólk myndi stíga til baka og gefa honum virðingu. Ég get ekki ímyndað mér hvernig honum líður, búinn að missa móður sína og getur ekki verið viðstaddur jarðarförina. Það eru hræðilegar kringumstæður."

„Hann á skilið að ákveða það sjálfur hvenær rétti tíminn sé til að stíga frá borði. Undir hans stjórn hefur Liverpool komist í úrslitaleiki, unnið stærstu titlana og hæfileikaríkir leikmenn hafa orðið að stórstjörnum undir hans handleiðslu."

„Titilvörnin hefur vissulega ekki gengið samkvæmt plani en gleymum því ekki að Liverpool var á toppnum á jóladag og er að glíma við ótrúlegan meiðslalista. Þessi hnignun er ekki varanlegt ástand. Sagan sýnir að Klopp er ekki einhver sem stekkur frá borði á erfiðum tímum. Af hverju ætti hann að gera það núna?"
Athugasemdir
banner
banner
banner