Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 15. maí 2021 23:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Gísli: Auðvitað er ég brjálaður að þurfa að vera á bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Gísli Eyjólfsson var nokkuð óvænt á bekknum hjá Breiðabliki þegar liðið mætti Keflavík í Pepsi Max-deildinni á fimmtudag. Það rataði í hlaðvarpsþáttinn Dr. Football að Gísli hefði verið vel pirraður og ákvað fréttaritari að heyra í Gísla í gær og spyrja út í það.

Gísli kom inn á sem varamaður á 59. mínútu og lagði upp þriðja mark Blika fyrir Thomas Mikkelsen í leiknum. Lokatölur urðu 4-0.

Brjálaður
Hvenær vissir þú að þú myndir ekki byrja leikinn?

„Daginn fyrir leik, á fundinum fyrir leik. Þetta kom mér mjög mikið á óvart en það hafa flestir lent í því að fara á bekkinn."

„Auðvitað er ég brjálaður að þurfa að vera á bekknum, maður er aldrei sáttur með það. Ég reyndi eins og ég gat að styðja liðið og þá leikmenn sem voru að spila. Svo reyndi ég að svara þessu inn á vellinum,"
sagði Gísli.

Hefði vijað gera meira inn á
Varstu ánægður með innkomuna?

„Já, ég hefði samt viljað gera meira. Það var fínt að ná einni stoðsendingu en maður hefði alveg verið til í að gera meira.“

Ræddi Óskar eitthvað við þig um að þú yrðir á bekknum?

„Nei, ekkert þannig. Ég sá það á fundinum fyrir leik og þar kom það fram. Ég fékk þannig séð enga útskýringu. Hann talaði um að það eru mikið af leikjum í maí og það er kannski ástæðan.“

Þú ert í toppformi er það ekki?

„Jú, ég er 100% í toppstandi.“

Ekki sanngjarnt, ömurlegt að vera á bekknum
Fannst þér það sanngjarnt ef við horfum á fyrstu tvo leikina að þú hafir byrjað á bekknum í þessum leik?

„Nei, mér fannst það ekki sanngjarnt. Ég myndi ekki nenna í þessu ef ég væri ekki pirraður á því að vera á bekknum. Þetta er ömurlegt, ömurlegt að vera á bekknum. Maður vill alltaf spila og ég reyndi eins og ég gat að láta það ekki bitna á leikmönnunum.“

Ánægður með sigurinn en vildi gera meira
Gastu fagnað með liðinu eftir leik eða varstu ennþá pirraður að hafa byrjað á bekknum?

„Ég veit það ekki. Ég var alveg pirraður að leikurinn var búinn, ég vildi gera meira. En svo þegar maður er kominn inn í klefa þá fagnar maður með liðinu, gott að ná fyrsta sigrinum og það er alltaf gaman að vinna. Maður var samt það hungraður að maður vildi gera meira. Svo það sé samt sagt þá var ég mjög ánægður að við unnum.“

Grætur kannski á öxlinni á kærustunni
Ef þú verður aftur á bekknum í næsta leik, gegn Víkingi á sunnudag, hvernig er hugsunin varðandi það?

„Þá verð ég ennþá pirraðri en maður reynir að láta þetta ekki bitna á neinum í kringum mann. Þá reyni ég að gera ennþá meira þegar ég kem inn á næst. Það er ekki hægt að svara þessu öðruvísi. Ég græt kannski aðeins á öxlinni á kærustunni en eina sem skiptir máli er það sem maður gerir inn á vellinum.“

Hefur lagast
Tekur kærastan alveg eftir því ef þú ert ekki sáttur með hvernig gengið er í boltanum?

„Já, hún fær alveg að heyra af því þegar maður er pirraður. Ég var miklu verri, þetta er búið að lagast aðeins. Það var oft þagnarbindindi þegar ég kom heim eftir lélegan leik, en það er ekki þannig lengur.“

Vonbrigðabyrjun
Hvernig líst þér á leikinn gegn Víkingi?

„Mjög vel, vonandi að maður byrji leikinn og geti þá sýnt enn meira í hvað manni býr. Fyrstu tveir leikirnir voru ekki nógu góðir þegar maður byrjaði og þetta var vonbrigðabyrjun. Núna erum við vonandi búnir að ná taktinum og getum byggt á þessum sigri," sagði Gísli
Athugasemdir
banner
banner
banner