Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 15. maí 2021 12:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Schmeichel: Draumur að rætast fyrir alla hjá félaginu
Mynd: Getty Images
„Það er einn maður sem sá fyrir sér að við yrðum á þessum stað. Það var Vichai Srivaddhanaprabha sem fékk mig til liðsins, Hann sagði við mig að við yrðum í Meistaradeildinni eftir fimm ár. Við vorum í Championship á þeim tímapunkti!" sagði Kasper Schmeichel, markvörður Leicester, í viðtali fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Chelsea í dag.

Vichai var eigandi Leicester en hann lést í hræðilegu þyrluslysi í október árið 2018.

„Hann sá þetta gerast og hafði metnaðinn í að ná þessum árangri, og fjölskylda hans heldur þeim metnaði áfram. Eigendurnir eiga mikið lof skilið og sérstaklega ef við horfum á atburði síðustu vikna og mótmæli stuðningsmanna annarra liða. Þessir eigendur eru góðir í að reka knattspyrnufélag og hugsa ekki eingöngu um það eins og hver önnur viðskipti."

Leikurinn gegn Chelsea hefst klukkan 16:30 í dag.

„Að komast í bikarúrslitin er draumur að rætast, allir hafa lagt sitt af mörkum, liðsstjórinn, búningastjórinn, nuddarinn og vallarstjórinn. Allir eiga þátt í þessu og það er mjög mikilvægt að allir hjá félaginu átta sig á því, félagið í heild gerir það," sagði Schmeichel.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner