Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   lau 15. júní 2024 12:07
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Ungverjalands og Sviss: Fjórir úrvalsdeildarleikmenn byrja
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ungverjaland og Sviss eigast við í fyrsta leik dagsins á Evrópumótinu í Þýskalandi eftir 5-1 sigur heimamanna gegn Skotlandi í opnunarleik mótsins í gærkvöldi.

Byrjunarliðin hafa verið tilkynnt og má finna nokkra leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á vellinum í dag.

Dominik Szoboszlai, leikmaður Liverpool, ber fyrirliðaband Ungverja en með honum í byrjunarliðinu má einnig finna Milos Kerkez, vinstri bakvörð Bournemouth.

Flestir leikmenn Ungverja spila í þýsku deildinni, þar sem Roland Sallai og Attila Szalai leika báðir með Freiburg á meðan Peter Gulácsi og Willi Orban eru á mála hjá RB Leipzig og András Schäfer hjá Union Berlin.

Svisslendingar eru með sterkara lið á blaði þar sem úrvalsdeildarleikmennirnir Manuel Akanji og Fabian Schär spila í öflugri varnarlínu ásamt Ricardo Rodriguez.

Þrír leikmenn úr spútnik liði ítölsku deildarinnar, Bologna, eru í byrjunarliði Svisslendinga á meðan Ítalíumeistarinn Yann Sommer ver markið. Granit Xhaka, sem gerði stórkostlega hluti með Bayer Leverkusen á nýliðinni leiktíð, ber fyrirliðabandið.

Varamannabekkur Svisslendinga er talsvert sterkari heldur en hjá Ungverjum, þar sem má finna leikmenn á borð við Noah Okafor kantmann AC Milan, Xherdan Shaqiri, Zeki Amdouni, Nico Elvedi og Breel Embolo.

Ungverjaland: Gulacsi, Lang, Orban, Szalai, Fiola, Nagy, Schafer, Kerkez, Szoboszlai, Sallai, Varga

Sviss: Sommer, Schar, Akanji, Rodriguez, Widmer, Xhaka, Freuler, Ndoye, Aebischer, Vargas, Duah
Athugasemdir
banner
banner