Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   lau 15. júní 2024 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea nær samkomulagi við Olise
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Aston Villa
Mynd: EPA
BBC tekur saman helsta slúður fótboltaheimsins á hverjum degi og er fyrsti slúðurpakkinn eftir upphafsflautið á EM tilbúinn. Þar er slúðrað um leikmenn á borð við Emile Smith Rowe, Reiss Nelson, Jhon Durán, Ian Maatsen og Tammy Abraham.


Chelsea er búið að ná munnlegu samkomulagi við Michael Olise, 22, um samningsmál. Crystal Palace ætlar þó ekki að selja kantmanninn sinn ódýrt. (Teamtalk)

Reiss Nelson, 24, hefur greint stjórnendum Arsenal frá því að hann er að skoða möguleika sína varðandi framtíðina. Hann gæti farið ef hann fær ekki loforð um meiri spiltíma hjá félaginu. (Athletic)

Chelsea hefur náð munnlegu samkomulagi við Aston Villa um kaupverð fyrir Jhon Durán, 20 ára framherja frá Kólumbíu. (Telegraph)

Chelsea gæti þó hætt við kaupin á framherjanum efnilega, sem skoraði 8 mörk í 37 leikjum með Aston Villa. (Guardian)

Villa hefur þá áhuga á hollenska bakverðinum Ian Maatsen, 22, sem gerði flotta hluti á láni hjá Borussia Dortmund á síðustu leiktíð. Maatsen á tvö ár eftir af samningi sínum við Chelsea. (Sky Sports)

Arsenal er reiðubúið til að selja Emile Smith Rowe, 23, frá sér fyrir 30 milljónir punda. (Football Insider)

Manchester United er að skoða aðra miðverði eftir að hafa spurst fyrir um Jarrad Branthwaite, 21, og fengið höfnun frá Everton. (ESPN)

Everton er með í kapphlaupinu um Tammy Abraham, 26 ára framherja AS Roma sem er nýlega kominn aftur til baka eftir erfið meiðsli. Tottenham, Aston Villa og West Ham eru einnig áhugasöm. (Daily Mail)

Manchester City mun ekki hlusta á tilboð í Julián Alvarez í sumar. (Football Insider)

Arsenal er á höttunum eftir Nico Williams, efnilegum kantmanni Athletic Bilbao og spænska landsliðsins, sem er með 50 milljón evra riftunarákvæði í samningi sínum. (Football London)

Brighton er við það að ganga frá ráðningu á Fabian Hürzeler í þjálfarastöðuna hjá sér eftir að hafa náð samkomulagi við St. Pauli um kaupverð. (Fabrizio Romano)

Newcastle er í viðræðum við AC Milan um möguleg kaup á enska miðverðinum Fikayo Tomori, 26. (Football Insider)

Ole Gunnar Solskjær er kominn með nýtt starf í sumar þar sem hann fær það hlutverk að greina leiki á Evrópumótsinu sem fótboltasérfræðingur. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner