Liverpool undirbýr tilboð í Branthwaite - Nketiah nálgast Forest - Sterling boðinn til Villa
   mán 15. júlí 2024 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Man City er ekki með í baráttunni um Dani Olmo
Olmo kom með beinum hætti að 13 mörkum í 25 leikjum með Leipzig á síðustu leiktíð.
Olmo kom með beinum hætti að 13 mörkum í 25 leikjum með Leipzig á síðustu leiktíð.
Mynd: EPA
Spænski miðjumaðurinn Dani Olmo vonast til að vera keyptur frá RB Leipzig í vikunni eftir að hafa gert frábært mót á EM í Þýskalandi.

Olmo var í lykilhlutverki hjá Spáni eftir að hann kom inn í byrjunarliðið fyrir Pedri sem meiddist og hefur verið orðaður við ýmis félög eftir frammistöðu sína á mótinu, þar á meðal Englandsmeistara Manchester City.

Samkvæmt heimildum Fabrizio Romano er Man City þó ekki með í kapphlaupinu um Olmo, sem skoraði þrjú mörk og gaf tvær stoðsendingar í fimm leikjum á EM til að hjálpa Spánverjum að standa uppi sem sigurvegarar á mótinu.

Olmo á þrjú ár eftir af samningi hjá Leipzig og hægt er að búast við því að leikmaðurinn muni ekki yfirgefa þýska félagið í ár, nema að hann verði keyptur í þessari viku. Það er vegna riftunarákvæðis í samningi hans við Leipzig sem gildir til næsta laugardags.

Olmo er falur fyrir 60 milljónir evra þar til að ákvæðið rennur út um næstu helgi.
Athugasemdir
banner
banner