Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 15. ágúst 2022 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Antony átti frábæran leik gegn Groningen
Antony og Steven Bergwijn fagna saman. Bergwijn setti þrennu í stórsigrinum.
Antony og Steven Bergwijn fagna saman. Bergwijn setti þrennu í stórsigrinum.
Mynd: EPA

Það er góð ástæða fyrir því að Erik ten Hag hefur miklar mætur á Antony og vill ólmur að Manchester United kaupi brasilíska kantmanninn.


Ajax tók á móti Groningen í hollenska boltanum í gær og rúllaði yfir andstæðinga sína með sex mörkum gegn einu. Antony lék listir sínar og er hægt að sjá magnaða takta hans hérna fyrir neðan.

Antony er 22 ára gamall og á níu landsleiki að baki fyrir Brasilíu. Ajax er talið vilja fá 80 til 100 milljónir evra fyrir leikmanninn og því afar ólíklegt að eitthvað verði úr félagsskiptunum í sumar.

Hann kom að 22 mörkum í 33 leikjum á síðustu leiktíð og er búinn að skora eitt og gefa tvær stoðsendingar í tveimur leikjum á nýrri leiktíð.

Hann skoraði eitt og lagði eitt upp í stórsigrinum gegn Groningen. Hann sýndi frábæra takta í leiknum og komst nálægt því að bæði skora og leggja meira upp.


Athugasemdir
banner
banner
banner