Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 15. september 2021 21:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola upp fyrir Wenger
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Mynd: Getty Images
Manchester City skoraði sex mörk er liðið lagði RB Leipzig að velli í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, færist nær því að komast á toppinn yfir sigursælustu stjóra í sögu Meistaradeildarinnar - þó hann hafi ekki unnið keppnina í tíu ár núna.

Guardiola kom sér upp fyrir Arsene Wenger, fyrrum stjóra Arsenal, með sigrinum í kvöld. Sá spænski er núna í þriðja sæti yfir þá stjóra sem hafa unnið flesta leiki í Meistaradeildinni.

Fyrir ofan hann eru Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchester United, og Carlo Ancelotti, sem núna stýrir Real Madrid. Ancelotti bætti einnig sigri í safnið í kvöld, því Real Madrid vann dramatískan sigur á Inter, 1-0.

Guardiola fór með City alla leið í úrslitaleikinn í fyrra, en liðið tapaði þar fyrir Chelsea.

Stjórar með flesta sigra í Meistaradeildinni:
102 – Alex Ferguson
90 – Carlo Ancelotti
87 – PEP GUARDIOLA
86 – Arsene Wenger
81 – Jose Mourinho
Athugasemdir
banner
banner
banner