Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 15. nóvember 2020 22:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjóðadeildin: Úrslitaleikur á milli Belgíu og Danmerkur
Belgía lagði England að velli.
Belgía lagði England að velli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þá eru allir leikir dagsins í Þjóðadeildinni búnir. Í riðli okkar Íslendinga hafði Belgía betur gegn Englandi.

Youri Tielemans og Dries Mertens skoruðu mörk Belgíu í 2-0 sigri þeirra. Belgía er á toppi riðilsins með 12 stig, Danmörk með tíu stig og England sjö stig. Ísland er án stiga. Belgía og Danmörk eigast við í úrslitaleik um sigur í riðlinum í vikunni, á meðan við Íslendingar mætum Englandi á Wembley.

Ítalía vann 2-0 sigur á Póllandi í A-deild en sá leikur var í riðli 1 þar sem Ítalía er núna á toppnum með níu stig. Holland er með átta stig, Pólland sjö stig og Bosnía er fallið með tvö stig. Ítalía mætir Bosníu í lokaleik og Holland fer í heimsókn til Póllands.

Í B-deild unnu Austurríki og Tékkland sína leiki. Ungverjaland og Serbía gerðu jafntefli

Þá báru Grikkland og Slóvenía sigur úr býtum í sínum leikjum í C-deildinni. Slóvenía er á toppi riðils 3 með 13 stig og Grikkland er með 11 stig. Þessi lið eigast við í lokaumferðinni.

A-deild:
Ítalía 2 - 0 Pólland
1-0 Jorginho ('27 , víti)
2-0 Domenico Berardi ('84 )
Rautt spjald: Jacek Goralski, Poland ('77)

Belgía 2 - 0 England
1-0 Youri Tielemans ('10 )
2-0 Dries Mertens ('24 )

B-deild:
Austurríki 2 - 1 Norður-Írland
0-1 Josh Magennis ('75 )
1-1 Louis Schaub ('81 )
2-1 Adrian Grbic ('87 )

Tékkland 1 - 0 Ísrael
1-0 Vladimir Darida ('7 )
Rautt spjald: Hatem Abd Elhamed, Israel ('81)

Ungverjaland 1 - 1 Serbía
0-1 Nemanja Radonjic ('17 )
1-1 Zsolt Kalmar ('39 )

C-deild:
Moldóva 0 - 2 Grikkland
0-1 Kostas Fortounis ('32 )
0-2 Anastasios Bakasetas ('41 )

Slóvenía 2 - 1 Kosóvó
0-1 Vedat Muriqi ('58 )
1-1 Jasmin Kurtic ('63 )
2-1 Josip Ilicic ('90 , víti)

Önnur úrslit:
Þjóðadeildin: Skotland tapaði í Slóvakíu
Þjóðadeildin: Wijnaldum með tvö í fyrsta sigri De Boer
Annan leikinn í röð tapar Ísland í uppbótartíma
Athugasemdir
banner
banner