Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
   mið 15. nóvember 2023 09:20
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Gunnlaugs afdráttarlaus um viðræður við Norrköping
Arnar kveðst ekki vera í viðræðum við Norrköping
Arnar kveðst ekki vera í viðræðum við Norrköping
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Líkt og fram kom í frétt hér á síðunni í gærkvöldi, þá hermdu heimildir Fótbolta.net að sænska félagið Norrköping ætti í viðræðum við Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Íslandsmeistara Víkinga, um að gerast næsti þjálfari liðsins.

Arnar hefur þjálfað lið Víkinga undanfarin fimm tímabil og hefur á þeim tíma landað tveimur Íslandsmeistaratitlum og fjórum bikarmeistaratitlum sem ætla má að hafi vakið áhuga félaga erlendis frá.

   14.11.2023 23:10
Arnar Gunnlaugs í viðræðum við Norrköping


Í samtali við fréttaritara Fótbolta.net var Arnar þó nokkuð afdráttarlaus um þessar fréttir og sagði:

„Ég hef heyrt af áhuga nokkurra liða í gegnum umboðsmenn en hef aldrei rætt við einn né neinn. Ég ber meiri virðingu fyrir mínu liði en svo að vera að standa í einhverju leynimakki."

„Ef einhver lið hafa áhuga á að tala við mig þá er það alveg skýrt í mínum huga að þá þurfa þau fyrst að tala við Víkingana mína. Það er mjög stórt tímabil framundan hjá okkur í Víkinni sem ég er mjög spenntur fyrir því. Okkar markmið eru skýr. Við ætlum ekki að verja neina titla heldur að reyna að vinna þá bara aftur, ásamt því að gera harða atlögu að því að komast í riðlakeppni sem ég tel vel mögulegt.“

Ljóst má þó vera út frá orðum Arnars að nafn hans er á blaði hjá félögum erlendis og mögulegt að einhver liði komi til með að bera víurnar í hann nú þegar deildum í Noregi og Svíþjóð til að mynda fer að ljúka.
Athugasemdir
banner
banner