Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 16. janúar 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Nýliðarnir ráða Ballardini (Staðfest)
Davide Ballardini
Davide Ballardini
Mynd: EPA
Davide Ballardini er nýr þjálfari Cremonese í Seríu A en hann skrifaði í gær undir eins og hálfs árs samning við félagið.

Massimo Alvini var rekinn frá félaginu um helgina eftir 3-2 tapið gegn Monza en Cremonese er á botninum með 7 stig og án sigurs.

Félagið var ekki lengi að finna arftaka hans en Ballardini er tekinn við liðinu og mun stýra því út næsta tímabil.

Ballardini er skammtímalausn fyrir Cremonese, svona ef marka má þjálfaraferil hans. Fjórum sinnum hefur hann þjálfað Genoa og þá hefur hann þjálfað Cagliari og Palermo þrisvar sinnum.

Aldrei hefur hann þjálfað lið í meira en tvö ár. Það verður gaman að sjá hvort honum takist það ómögulega verkefni að halda Cremonese uppi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner