Man Utd íhugar að gera 40 milljóna punda tilboð í Delap - Liverpool tilbúið að bjóða Nunez upp í Isak - Tottenham horfir til stjóra Bournemouth
   sun 16. febrúar 2025 14:34
Hafliði Breiðfjörð
Konate tjáir sig um áhuga PSG og Real Madrid
Ibrahima Konate.
Ibrahima Konate.
Mynd: EPA
Ibrahima Konate miðvörður Liverpool er í byrjunarliðinu í leiknum gegn Wolves sem nú stendur yfir.

Vangaveltur hafa verið síðustu daga um framtíð hans hjá Liverpool liðinu og talið að PSG í Frakklandi og Real Madrid á Spáni hafi áhuga á að kaupa hann.

Konate sem er 25 ára gamall franskur landsliðsmaður tjáði sig í morgun um þennan orðróm en samningur hans stendur fram á sumarið 2026.

„Það er heillandi að heyra að svona stór félög eins og þessi sýni mér áhuga," sagði Konate í viðtali sem Téléfoot birti í morgun.

,Núna einbeiti ég mér samt að þessu tímabili, gef alla mína krafta í það og læt umboðsmennina mína sjá um annað."
Athugasemdir
banner
banner
banner