Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 16. apríl 2019 23:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Einar „stjórnaði miðjunni algjörlega"
Mynd: Getty Images
Aron Einar Gunnarsson lék 55 mínútur þegar Cardiff vann bráðnauðsynlegan sigur á Brighton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Sigurinn gefur Cardiff líflínu í ensku úrvalsdeildinni. Liðið á fjóra leiki eftir og er tveimur stigum frá Brighton sem er í 17. sæti. Brighton á þó leik til góða.

Aron fór meiddur af velli. Hann segir við Guðmund Hilmarsson á Morgunblaðinu: „Ég fékk bara gamla góða takið í bakið." Hann segist vera klár í leikinn gegn Liverpool á sunnudag.

Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað 55 mínútur fær Aron 8 í einkunn frá Wales Online fyrir frammistöðu sína í kvöld.

„Stjórnaði miðjunni algjörlega áður en honum var skipt af velli. Minnti á hvers Cardiff mun sakna þegar hann fer," sagði í umsögn um Aron en hann er á förum til Al Arabi í Katar eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner