Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 16. apríl 2019 16:30
Elvar Geir Magnússon
Í bann fyrir dónaskap við lyfjaeftirlitsmann
Robert Snodgrass, leikmaður West Ham, hefur verið dæmdur í eins leiks bann fyrir að vera með dónaskap við lyfjaeftirlitsmann á æfingasvæði félagsins í febrúar.

Snodgrass fór sjálfur ekki í lyfjaeftirlit og það átti ekki að skoða hann í þessari heimsókn en hegðun hans þótti ekki til sóma.

Snodgrass var með óviðeigandi orðbragð og hegðun í garð lyfjaeftirlitsmanna þann 6. febrúar 2019.

Hann hefur tækifæri til að áfrýja dómnum og tekur bannið ekki gildi fyrr en sá frestur er runninn út.

Snodgrass hefur spilað reglulega fyrir West Ham á tímabilinu og lék allan leikinn í 2-1 tapinu gegn Manchester United um liðna helgi.

Hann er með tvö mörk og fimm stoðsendingar á tímabilinu.
Athugasemdir