Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 16. apríl 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Róbert Þorkelsson (Breiðablik)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir Muminovic.
Damir Muminovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull Andrésson.
Jökull Andrésson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson.
Valgeir Valgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jason Daði Svanþórsson.
Jason Daði Svanþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Orri Þorkelsson gekk í raðir Breiðabliks frá uppeldisfélagi sínu, Aftureldingu, eftir síðasta leiktímabil.

Róbert hefur spilað sem vinstri bakvörður í yngri landsliðunum en lék á miðjunni með Afturelding. Hann segist vera að færast í átt að miðverðinum. Í dag segir hann frá hinni hliðinni sinni.

Fullt nafn: Róbert Orri Þorkelsson

Gælunafn: Bobby

Aldur: 18 ára

Hjúskaparstaða: lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: í Október 2017

Uppáhalds drykkur: Vatnið alltaf solid.

Uppáhalds matsölustaður: Serrano svíkur aldrei.

Hvernig bíl áttu: Hyundai i20

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Ekki mikið í þáttunum en Sunderland till i die eru geggjaðir.

Uppáhalds tónlistarmaður: Herra Hnetusmjör.

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi Jr, Annars er Jökull Andrésson eitt stórt uppistand þegar maður er með honum.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Daim, smarties kurl og jarðaber.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Muna að koma með takkasko, tölvuna og bókina”. Litli bro að biðja mig um að redda honum eitthvað.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ekkert eitt lið sem ég myndi aldrei spila með svona í snöggu bragði.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Fabio Silva (porto).

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Get eiginlega ekki valið á milli en bætti mig mest hjá Arnari Hallssyni.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Valgeir Valgeirsson, gæinn hættir aldrei sama hvað.

Sætasti sigurinn: sigur á Hvíta Rússlandi til að komast á EM var helvíti sætur.

Mestu vonbrigðin: Tap fyrir Portúgal á EM um að komast í 8 liða. HM í Brasilíu var handan við hornið.

Uppáhalds lið í enska: Manchester United.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Jason Daði Svanþórsson væri flottur í grænu.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Arnór Gauti Jónsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Viktor Karl Einarsson auto.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: það þarf að fara að hægja á Bjarna Þór Hafstein.

Uppáhalds staður á Íslandi: Heima er best.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Eins boring og það er þá fara leikirnir oftast nokkuð eðlilega fram sem ég hef spilað allavega hingað til.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Ætli ég slökkvi ekki á símanum þurfum að fara að bæta úr því, þarf að fara að gera einhvað gáfurlegra rétt fyrir svefnin.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, Handboltanum og úrslitakeppnin í körfunni er vel sexy.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Phantom.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Sitt lítið af hvoru gætum sagt að ég sé ekki góður í neinu.

Vandræðalegasta augnablik: Ekkert sem kemur upp.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Tæki sennilega Mosfellingana Ísak Snær Þorvaldsson, Eyþór Aron Wöhler og Bjarka Stein Bjarkason held að við myndum spjara okkur nokkuð vel.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Finnst allt gos vont.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Damir Muminovic, veit ekki við hverju ég bjóst en hann ættleiddi mig um leið og ég labbaði inn í klefann hjá nýju liði á Kópavogsvelli.

Hverju laugstu síðast: Að ég hefði ekki séð sms-ið sem ég sagði hér fyrir ofan, sem litli bróður minn sendi. Ég steingleymdi bara að koma með dótið sem hann bað um.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaup

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Nú þegar páskafríið er búið þá er það bara skóli oftast þegar maður vaknar, nokkrir rafrænir tímar. Síðan er það bara æfing, borða góðan mat og ætli ég sé ekki mættur í FM (football manager) um svona 5 leytið þegar ég er búin að öllu þessu helsta. Restin af deginum er voða afslappað og ómerkilegt.
Athugasemdir
banner
banner
banner