Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   þri 16. apríl 2024 11:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðjón Pétur fær ekki samning hjá FH
Guðjón Pétur Lýðsson.
Guðjón Pétur Lýðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfur skoraði sjö mörk í sextán deildarleikjum í fyrra.
Úlfur skoraði sjö mörk í sextán deildarleikjum í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reynslumikli miðjumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson hefur að undanförnu æft með FH og spilaði með liðinu æfingaleiki í aðdraganda mótsins.

Hann mun hins vegar ekki skrifa undir samning við félagið. Þetta staðfesti Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, í samtali við Fótbolta.net

„Hann er búinn að vera æfa með okkur, æfði með okkur í síðustu viku, en hann verður ekki leikmaður FH. Hann hefur litið vel út, en við ákváðum að fara ekki lengra með það."

„Við erum vel mannað lið að mínu viti. Strákar eins og Baldur Kári (Helgason) hafa tekið risastór skref í vetur, hann á eftir að fá fullt af mínútum. Grétar (Snær Gunnarsson) er að koma til baka úr meiðslum. Við erum vel mannaðir inn á miðjunni,"
sagði Davíð.

Guðjón Pétur er 36 ára miðjumaður sem lék með Grindavík á síðasta tímabili. Ásamt því að spila með Grindavík þá hefur hann leikið með Haukum, Breiðabliki, Stjörnunni, Álftanesi, Val, KA, Stjörnunni, ÍBV og Helsingborg í Svíþjóð á sínum ferli.

Úlfur kemur í næstu viku
Framherjinn Úlfur Ágúst Björnsson er í háskólanámi í Bandaríkjunum en það styttist í að hann komi til Íslands. Davíð sagði að Úlfur kæmi 24. apríl, kæmi því á leikdegi gegn Val í bikarnum.

Jóhann Ægir og Hörður Ingi byrjaðir að æfa
Jóhann Ægir Arnarsson sleit krossband í fyrra og Hörður Ingi Gunnarsson hefur glímt við meiðsli í vetur.

„Þeir eru byrjaðir að æfa, Jói kemur til baka úr erfiðum meiðslum og þarf smá tíma til þess að koma sér 100% af stað en er á undan áætlun. Höddi er búinn að æfa í einhvern tíma. Það er samkeppni um stöðu í liðinu og hópnum hjá okkur sem er vel," sagði Davíð.
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner