Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
   mán 16. maí 2016 18:00
Arnar Daði Arnarsson
Farid Zato í Víking Ó. (Staðfest)
Farid í leik með Ólsurum sumarið 2013.
Farid í leik með Ólsurum sumarið 2013.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur hefur náð samkomulagi við miðjumanninn Farid Zato um að hann leiki með liðinu út tímabilið.

Farid kemur til Víkinga frá Sigma Olomouc í Tékknesku úrvalsdeildinni þar sem hann spilaði síðast.

Farid þekkir vel til í Ólafsvík en hann lék með liðinu í Pepsi-deildinni, sumarið 2013. Eftir það gekk hann til liðs við KR og lék með þeim sumarið 2014.

Í fyrra spilaði Farid síðan með Keflavík sem féllu úr Pepsi-deildinni.

Farid er kominn til Ólafsvíkur og en hann er þó ekki kominn með leikheimild og er því ekki löglegur með liðinu í kvöld þegar Víkingur tekur á móti ÍA í 4. umferð Pepsi-deildarinnar.

Í gær fengu Ólafsvíkingar Gísla Eyjólfsson á láni frá Breiðablik.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner