Víkingur hefur náð samkomulagi við miðjumanninn Farid Zato um að hann leiki með liðinu út tímabilið.
Farid kemur til Víkinga frá Sigma Olomouc í Tékknesku úrvalsdeildinni þar sem hann spilaði síðast.
Farid kemur til Víkinga frá Sigma Olomouc í Tékknesku úrvalsdeildinni þar sem hann spilaði síðast.
Farid þekkir vel til í Ólafsvík en hann lék með liðinu í Pepsi-deildinni, sumarið 2013. Eftir það gekk hann til liðs við KR og lék með þeim sumarið 2014.
Í fyrra spilaði Farid síðan með Keflavík sem féllu úr Pepsi-deildinni.
Farid er kominn til Ólafsvíkur og en hann er þó ekki kominn með leikheimild og er því ekki löglegur með liðinu í kvöld þegar Víkingur tekur á móti ÍA í 4. umferð Pepsi-deildarinnar.
Í gær fengu Ólafsvíkingar Gísla Eyjólfsson á láni frá Breiðablik.
Athugasemdir