Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   mið 16. júní 2021 19:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Toppsætið í augsýn fyrir KA
KA er að eiga mjög gott sumar.
KA er að eiga mjög gott sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Joey Gibbs skoraði tvennu.
Joey Gibbs skoraði tvennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA er ekki að gefa neitt eftir í toppbaráttunni í Pepsi Max-deild karla. KA-menn voru í þriggja vikna pásu vegna landsliðsverkefnis, en þeir mættu ferskir upp á Akranes í kvöld.

Varnarmaðurinn Dusan Brkovic hefur verið sterkur í liði KA í sumar og hann kom þeim yfir eftir aðeins 11 mínútna leik. „Aukaspyrna hjá Hendrickx ratar á Grímsa sem er með skot í varnarmann. Boltinn ratar svo á Nökkva sem er með gott skot sem er varið frá Dino. Boltinn endar hjá Dusan sem þrumar honum upp í þaknetið af stuttu færi," skrifaði Haraldur Örn Haraldsson í beinni textalýsingu á Skaganum.

Staðan var 1-0 í hálfleik en það var hiti í leiknum og mikil spenna. Sú spenna minnkaði aðeins þegar Ásgeir Sigurgeirsson gerði annað mark KA er 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Undir lokin fóru tvö rauð spjöld á loft en það breytti litlu. Lokatölur 2-0 fyrir KA, sem er tveimur stigum frá toppnum og með leik til góða. Þeir fara á toppinn með sigri í leiknum sem þeir eiga til góða. Skagamenn verma botnsæti deildarinnar með fimm stig.

Joey Gibbs sá um HK
Í rokinu í Keflavík reimaði Joey Gibbs á sig markaskóna er Keflavík fékk HK í heimsókn.

Gestirnir voru sprækir í fyrri hálfleik en undir lok hans skoraði ástralski sóknarmaðurinn beint úr aukaspyrnu og kom Keflvíkingum í forystu. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Rokið hafði áhrif á leikinn og boltinn var mikið úr leik í seinni hálfleik. Keflvíkingar voru ívið sterkari og í raun með ólíkindum að þeir hafi ekki náð að skora áður en Gibbs setti annað markið í uppbótartíma. Hann skoraði þá með flottu skoti fyrir utan teig.

Lokatölur 2-0 fyrir Keflavík og mikilvægur sigur þeirra staðreynd. Þeir halda líka hreinu sem er gott upp á sjálfstraustið að gera. Keflavík er í 11. sæti með sex stig og HK er í níunda sæti, einnig með sex stig.

Keflavík 2 - 0 HK
1-0 Josep Arthur Gibbs ('41 )
2-0 Josep Arthur Gibbs ('90 )
Lestu nánar um leikinn

ÍA 0 - 2 KA
0-1 Dusan Brkovic ('11 )
0-2 Ásgeir Sigurgeirsson ('70 )
Rautt spjald: Óttar Bjarni Guðmundsson, ÍA ('87), Hrannar Björn Steingrímsson, KA ('87)
Lestu nánar um leikinn

Leikir kvöldsins:
20:15 Valur - Breiðablik
20:15 FH - Stjarnan
Athugasemdir
banner
banner
banner