Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   fim 16. júní 2022 21:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jón Sveins: Þetta var soft og vafasöm vítaspyrna
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Jón Sveinsson þjálfari Fram var að vonum svekktur eftir 2-2 jafntefli Fram gegn KA á Akureyri þar sem liðið var 2-0 yfir í hálfleik og missti forystuna á síðustu 10 mínútum leiksins.


Lestu um leikinn: KA 2 -  2 Fram

„Við erum svolítið svekktir að ná ekki að klára þetta. Við fáum á okkur mörk seint í leikinn, mark sem kemur þeim inn í leikinn og svo jöfnunar markið. Eitt stig og við verðum að taka því."

Jón var ekkert orðinn stressaður þó KA menn hafi legið vel á Fram liðinu í síðari hálfleik.

„Þegar leið á seinni hálfleikinn þá fóru þeir að koma sér í færi, auðvitað 2-0 undir á heimavelli, nýjum velli, þeir urðu að gera eitthvað. Við vissum það alveg og við þurftum að gera breytingar vegna meiðsla sem riðlaði okkar leik, þeir líka svosem. Á endanum fáum við á okkur tvö mörk. Það lá aðeins á okkur en manni leið ekkert illa með það samt," sagði Jón.

Jóni fannst dómgæslan ekki góð og telur að KA menn taki undir það.

„Fyrir mér var þetta frekar soft og vafasöm vítaspyrna en það er erfitt fyrir mig að dæma. Dómararnir höndluðu þetta heilt yfir fínt, mér fannst línan svolítið skrítin, mér fannst við vera fá spjöld sem var sleppt hinu megin. KA menn eru örugglega á öndverðum meiði því þeir kvörtuðu mikið undan dómgæslunni en heilt yfir þokkalegt, svolítið misræmi í heildina í leiknum, ekkert á annað liðið endilega."


Athugasemdir