Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fim 16. júní 2022 21:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jón Sveins: Þetta var soft og vafasöm vítaspyrna
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Jón Sveinsson þjálfari Fram var að vonum svekktur eftir 2-2 jafntefli Fram gegn KA á Akureyri þar sem liðið var 2-0 yfir í hálfleik og missti forystuna á síðustu 10 mínútum leiksins.


Lestu um leikinn: KA 2 -  2 Fram

„Við erum svolítið svekktir að ná ekki að klára þetta. Við fáum á okkur mörk seint í leikinn, mark sem kemur þeim inn í leikinn og svo jöfnunar markið. Eitt stig og við verðum að taka því."

Jón var ekkert orðinn stressaður þó KA menn hafi legið vel á Fram liðinu í síðari hálfleik.

„Þegar leið á seinni hálfleikinn þá fóru þeir að koma sér í færi, auðvitað 2-0 undir á heimavelli, nýjum velli, þeir urðu að gera eitthvað. Við vissum það alveg og við þurftum að gera breytingar vegna meiðsla sem riðlaði okkar leik, þeir líka svosem. Á endanum fáum við á okkur tvö mörk. Það lá aðeins á okkur en manni leið ekkert illa með það samt," sagði Jón.

Jóni fannst dómgæslan ekki góð og telur að KA menn taki undir það.

„Fyrir mér var þetta frekar soft og vafasöm vítaspyrna en það er erfitt fyrir mig að dæma. Dómararnir höndluðu þetta heilt yfir fínt, mér fannst línan svolítið skrítin, mér fannst við vera fá spjöld sem var sleppt hinu megin. KA menn eru örugglega á öndverðum meiði því þeir kvörtuðu mikið undan dómgæslunni en heilt yfir þokkalegt, svolítið misræmi í heildina í leiknum, ekkert á annað liðið endilega."


Athugasemdir
banner
banner
banner