Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fim 16. júní 2022 21:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jón Sveins: Þetta var soft og vafasöm vítaspyrna
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Jón Sveinsson þjálfari Fram var að vonum svekktur eftir 2-2 jafntefli Fram gegn KA á Akureyri þar sem liðið var 2-0 yfir í hálfleik og missti forystuna á síðustu 10 mínútum leiksins.


Lestu um leikinn: KA 2 -  2 Fram

„Við erum svolítið svekktir að ná ekki að klára þetta. Við fáum á okkur mörk seint í leikinn, mark sem kemur þeim inn í leikinn og svo jöfnunar markið. Eitt stig og við verðum að taka því."

Jón var ekkert orðinn stressaður þó KA menn hafi legið vel á Fram liðinu í síðari hálfleik.

„Þegar leið á seinni hálfleikinn þá fóru þeir að koma sér í færi, auðvitað 2-0 undir á heimavelli, nýjum velli, þeir urðu að gera eitthvað. Við vissum það alveg og við þurftum að gera breytingar vegna meiðsla sem riðlaði okkar leik, þeir líka svosem. Á endanum fáum við á okkur tvö mörk. Það lá aðeins á okkur en manni leið ekkert illa með það samt," sagði Jón.

Jóni fannst dómgæslan ekki góð og telur að KA menn taki undir það.

„Fyrir mér var þetta frekar soft og vafasöm vítaspyrna en það er erfitt fyrir mig að dæma. Dómararnir höndluðu þetta heilt yfir fínt, mér fannst línan svolítið skrítin, mér fannst við vera fá spjöld sem var sleppt hinu megin. KA menn eru örugglega á öndverðum meiði því þeir kvörtuðu mikið undan dómgæslunni en heilt yfir þokkalegt, svolítið misræmi í heildina í leiknum, ekkert á annað liðið endilega."


Athugasemdir
banner