Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
   fim 16. júní 2022 21:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jón Sveins: Þetta var soft og vafasöm vítaspyrna
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Jón Sveinsson þjálfari Fram var að vonum svekktur eftir 2-2 jafntefli Fram gegn KA á Akureyri þar sem liðið var 2-0 yfir í hálfleik og missti forystuna á síðustu 10 mínútum leiksins.


Lestu um leikinn: KA 2 -  2 Fram

„Við erum svolítið svekktir að ná ekki að klára þetta. Við fáum á okkur mörk seint í leikinn, mark sem kemur þeim inn í leikinn og svo jöfnunar markið. Eitt stig og við verðum að taka því."

Jón var ekkert orðinn stressaður þó KA menn hafi legið vel á Fram liðinu í síðari hálfleik.

„Þegar leið á seinni hálfleikinn þá fóru þeir að koma sér í færi, auðvitað 2-0 undir á heimavelli, nýjum velli, þeir urðu að gera eitthvað. Við vissum það alveg og við þurftum að gera breytingar vegna meiðsla sem riðlaði okkar leik, þeir líka svosem. Á endanum fáum við á okkur tvö mörk. Það lá aðeins á okkur en manni leið ekkert illa með það samt," sagði Jón.

Jóni fannst dómgæslan ekki góð og telur að KA menn taki undir það.

„Fyrir mér var þetta frekar soft og vafasöm vítaspyrna en það er erfitt fyrir mig að dæma. Dómararnir höndluðu þetta heilt yfir fínt, mér fannst línan svolítið skrítin, mér fannst við vera fá spjöld sem var sleppt hinu megin. KA menn eru örugglega á öndverðum meiði því þeir kvörtuðu mikið undan dómgæslunni en heilt yfir þokkalegt, svolítið misræmi í heildina í leiknum, ekkert á annað liðið endilega."


Athugasemdir
banner