Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   fim 16. júní 2022 21:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jón Sveins: Þetta var soft og vafasöm vítaspyrna
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Jón Sveinsson þjálfari Fram var að vonum svekktur eftir 2-2 jafntefli Fram gegn KA á Akureyri þar sem liðið var 2-0 yfir í hálfleik og missti forystuna á síðustu 10 mínútum leiksins.


Lestu um leikinn: KA 2 -  2 Fram

„Við erum svolítið svekktir að ná ekki að klára þetta. Við fáum á okkur mörk seint í leikinn, mark sem kemur þeim inn í leikinn og svo jöfnunar markið. Eitt stig og við verðum að taka því."

Jón var ekkert orðinn stressaður þó KA menn hafi legið vel á Fram liðinu í síðari hálfleik.

„Þegar leið á seinni hálfleikinn þá fóru þeir að koma sér í færi, auðvitað 2-0 undir á heimavelli, nýjum velli, þeir urðu að gera eitthvað. Við vissum það alveg og við þurftum að gera breytingar vegna meiðsla sem riðlaði okkar leik, þeir líka svosem. Á endanum fáum við á okkur tvö mörk. Það lá aðeins á okkur en manni leið ekkert illa með það samt," sagði Jón.

Jóni fannst dómgæslan ekki góð og telur að KA menn taki undir það.

„Fyrir mér var þetta frekar soft og vafasöm vítaspyrna en það er erfitt fyrir mig að dæma. Dómararnir höndluðu þetta heilt yfir fínt, mér fannst línan svolítið skrítin, mér fannst við vera fá spjöld sem var sleppt hinu megin. KA menn eru örugglega á öndverðum meiði því þeir kvörtuðu mikið undan dómgæslunni en heilt yfir þokkalegt, svolítið misræmi í heildina í leiknum, ekkert á annað liðið endilega."


Athugasemdir
banner
banner
banner