fim 16. júní 2022 22:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Jó og Bjössi Hreiðars reknir frá FH (Staðfest)
Sigurbjörn Hreiðarsson og Ólafur Jóhannesson.
Sigurbjörn Hreiðarsson og Ólafur Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson segir að það sé búið að reka Ólaf Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson frá FH.

„Óli Jó Bjössi Hreiðars reknir frá FH rétt í þessu (Staðfest)," segir Gummi á Twitter.

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Leiknir R.

FH gerði í kvöld jafntefli við Leikni í kvöld þar sem Leiknismenn jöfnuðu í uppbótartíma. Árangurinn er alls ekki búinn að vera nægilega góður og situr FH í níunda sæti með átta stig.

Ólafur er einn sigursælasti þjálfari í sögu Íslandsmótsins og náði hann frábærum árangri með FH frá 2003 til 2007. Þá stýrði hann liðinu þrisvar til Íslandsmeistaratitils og einu sinni bikarmeistaratitils. Hann var ráðinn aftur á miðju tímabili í fyrra þegar Logi Ólafsson var rekinn.

Sigurbjörn Hreiðarsson var svo ráðinn aðstoðarþjálfari hans eftir síðustu leiktíð. Þeir störfuðu saman hjá Val með stórgóðum árangri.

Uppfært 22:47: Fótbolti.net hefur fengið þetta staðfest frá FH.


Athugasemdir
banner
banner