Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 16. júlí 2021 23:02
Helga Katrín Jónsdóttir
Eiður: Þetta hefði getað dottið báðum megin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik sigraði Val 4-3 í kvöld í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í ótrúlegum leik. Þetta þýðir að Breiðablik mætir Þrótti Reykjavík í úrslitum. Eiður var svekktur eftir leikinn:

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  3 Valur

„Mikið svekkelsi. Bæði lið lögðu allt í sölurnar. Hvorugt liðið átti skilið að tapa en svona fór þetta bara."

Valur tapaði síðasta leik gegn Breiðablik illa en voru ívið sterkari á stórum köflum í leiknum í dag.

„Já klárlega, miklu ferskari og mættum þeim almennilega í öllum návígum. Síðasti leikur var bara mjög slakur af okkar hálfu, við ætluðum ekki að láta það koma fyrir aftur. Við vorum bara hræddar þá en vorum það ekki í dag og sýndum góðan karakter. Þetta hefði getað dottið báðum megin."

„Mér fannst mörkin þeirra full auðveld en auðvitað eru mörk í fótbolta bara mistök hins liðsins. Hefðum mátt vera aðeins snarpari í fyrri hálfeik en við löguðum það í seinni. Við vinnum saman og töpum saman."

Fanndís jafnaði fyrir Val í uppbótartíma og allt stefndi í framlengingu en Áslaug Munda var ekki á því og kom Blikum yfir stuttu síðar. Hvað gerðist eftir jöfnunarmarkið?

„Ég þarf bara að sjá þetta aftur. Mér sýnist vera eitthvað samskiptaleysi og Lillý misreiknar boltann og hleypir Áslaugu Mundu í gegn. Þetta var bara röð mistaka en ég verð að sjá þetta aftur."

Viðtalið við Eið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner