
Breiðablik sigraði Val 4-3 í kvöld í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í ótrúlegum leik. Þetta þýðir að Breiðablik mætir Þrótti Reykjavík í úrslitum. Eiður var svekktur eftir leikinn:
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 3 Valur
„Mikið svekkelsi. Bæði lið lögðu allt í sölurnar. Hvorugt liðið átti skilið að tapa en svona fór þetta bara."
Valur tapaði síðasta leik gegn Breiðablik illa en voru ívið sterkari á stórum köflum í leiknum í dag.
„Já klárlega, miklu ferskari og mættum þeim almennilega í öllum návígum. Síðasti leikur var bara mjög slakur af okkar hálfu, við ætluðum ekki að láta það koma fyrir aftur. Við vorum bara hræddar þá en vorum það ekki í dag og sýndum góðan karakter. Þetta hefði getað dottið báðum megin."
„Mér fannst mörkin þeirra full auðveld en auðvitað eru mörk í fótbolta bara mistök hins liðsins. Hefðum mátt vera aðeins snarpari í fyrri hálfeik en við löguðum það í seinni. Við vinnum saman og töpum saman."
Fanndís jafnaði fyrir Val í uppbótartíma og allt stefndi í framlengingu en Áslaug Munda var ekki á því og kom Blikum yfir stuttu síðar. Hvað gerðist eftir jöfnunarmarkið?
„Ég þarf bara að sjá þetta aftur. Mér sýnist vera eitthvað samskiptaleysi og Lillý misreiknar boltann og hleypir Áslaugu Mundu í gegn. Þetta var bara röð mistaka en ég verð að sjá þetta aftur."
Viðtalið við Eið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir