Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
Gunnar Heiðar: Við héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Eiginlega meira svekktur með hvað það kom smá óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
Agla María: Ansi góð vika og við förum sáttar inn í helgina
Berglind Björg: Auðvitað er það alltaf markmiðið
Best í Mjólkurbikarnum: Örugglega fyrsta þrennan á ferlinum
Arnar Gunnlaugs á nýja grasinu: Ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
   fös 16. júlí 2021 23:02
Helga Katrín Jónsdóttir
Eiður: Þetta hefði getað dottið báðum megin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik sigraði Val 4-3 í kvöld í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í ótrúlegum leik. Þetta þýðir að Breiðablik mætir Þrótti Reykjavík í úrslitum. Eiður var svekktur eftir leikinn:

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  3 Valur

„Mikið svekkelsi. Bæði lið lögðu allt í sölurnar. Hvorugt liðið átti skilið að tapa en svona fór þetta bara."

Valur tapaði síðasta leik gegn Breiðablik illa en voru ívið sterkari á stórum köflum í leiknum í dag.

„Já klárlega, miklu ferskari og mættum þeim almennilega í öllum návígum. Síðasti leikur var bara mjög slakur af okkar hálfu, við ætluðum ekki að láta það koma fyrir aftur. Við vorum bara hræddar þá en vorum það ekki í dag og sýndum góðan karakter. Þetta hefði getað dottið báðum megin."

„Mér fannst mörkin þeirra full auðveld en auðvitað eru mörk í fótbolta bara mistök hins liðsins. Hefðum mátt vera aðeins snarpari í fyrri hálfeik en við löguðum það í seinni. Við vinnum saman og töpum saman."

Fanndís jafnaði fyrir Val í uppbótartíma og allt stefndi í framlengingu en Áslaug Munda var ekki á því og kom Blikum yfir stuttu síðar. Hvað gerðist eftir jöfnunarmarkið?

„Ég þarf bara að sjá þetta aftur. Mér sýnist vera eitthvað samskiptaleysi og Lillý misreiknar boltann og hleypir Áslaugu Mundu í gegn. Þetta var bara röð mistaka en ég verð að sjá þetta aftur."

Viðtalið við Eið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner