Arsenal gefst upp á Nico Williams - Fabio Vieira aftur til Porto - Brighton nær samkomulagi við Fenerbahce - Greenwood skiptir um landslið
   þri 16. júlí 2024 09:30
Hafliði Breiðfjörð
Þegar þrír samstarfsmenn Rúnars koma saman - þá er gaman
Rúnar Páll situr, þá Brynjar Björn, Óli Jó og Jón Þór lengst til hægri.
Rúnar Páll situr, þá Brynjar Björn, Óli Jó og Jón Þór lengst til hægri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fólk hefur eflaust ekki farið varhluta af því að heyra af óvæntum þjálfarabreytingum hjá Fylki þegar Olgeiri Sigurgeirssyni var sagt upp störfum án samþykkis Rúnars Páls Sigmundssonar þjálfara.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  0 ÍA

Rúnar Páll hefur þjálfað lengi og það var einmitt hann sem gerði Stjörnuna að Íslandsmeisturum árið 2014. Á tíma sínum í þjálfun hefur hann haft nokkra sem hafa þjálfað liðið með honum og þrír þeirra komu saman í gær.

Fylkir tók þá á móti ÍA í Bestu-deild karla en nýráðinn aðstoðarmaður Rúnars Páls er Brynjar Björn Gunnarsson sem var ráðinn í vikunni og var með honum í fyrsta leik í gær. Saman höfðu þeir starfað hjá Stjörnunni.

„Það er bara frábært að vinna með honum. Við Brynjar erum bestu félagar og er frábær þjálfari. Það er dýrmætt fyrir mig og Fylki að fá hann hérna inn til starfa fyrir þessa fjóra mánuði sem eru eftir af þessu móti.“ sagði Rúnar Páll við Fótbolta.net eftir leikinn.

Tveir aðrir sem unnu með Rúnari Páli hjá Stjörnunni voru þarna staddir. Jón Þór Hauksson þjálfar ÍA í dag og var áður í teyminu hans Rúnars og Ólafur Jóhannesson sem var með lýsandi á Stöð 2 Sport var meðþjálfari Rúnars um skeið hjá Stjörnunni.

Þeir hittust allir fjórir skömmu fyrir leikinn í gær og það má með sanni segja að það hafi verið fagnaðarfundir og mikil gleði. Myndirnar tala sínu máli.
Athugasemdir
banner
banner
banner