Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   fös 16. ágúst 2019 15:44
Arnar Daði Arnarsson
Arnþór Ingi missir af næstu leikjum KR
Arnþór Ingi í leik með KR í sumar.
Arnþór Ingi í leik með KR í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einn besti leikmaður KR í sumar, Arnþór Ingi Kristinsson missir af næstu leikjum KR í Pepsi Max-deildinni vegna meiðsla sem hann hlaut í fyrri hálfleik í bikarleik KR gegn FH í vikunni.

Arnþór Ingi var borinn af velli á 34. mínútu leiksins í tapi liðsins gegn FH á miðvikudaginn.

„Arnþór Ingi liggur eftir á vellinum. Hann og Davíð Þór voru að kljást eitthvað (ekki í fyrsta og ekki í síðasta sinn í leiknum). Sá ekki hvað gerðist en það er allt með kyrrum kjörum og menn frekar rólegir. Sýnist að Arnþór hafi misstigið sig. Börurnar eru kallaðir inn. Vondar fréttir fyrir KR. Arnþór verið frábær í sumar," lýsti Elvar Geir Magnússon fréttaritari Fótbolta.net atvikinu í textalýsingu sinni frá leiknum.

Arnþór Ingi fór í myndatöku í gær og nú eru niðurstöðurnar komnar.

„Þetta lítur þokkalega vel út. Það er ekkert slitið í ökklanum þannig þetta er bara tognun," sagði Arnþór Ingi í samtali við Fótbolta.net. Hann segir að það sé hinsvegar ljóst að hann verði frá næstu vikurnar og vonast til að ná fyrsta leik KR eftir landsleikjahlé.

Arnþór Ingi missir því af leiknum gegn fyrrum liðsfélögum sínum í Víkingi en Arnþór gekk í raðir KR fyrir tímabilið frá Víkingi. Þá missir hann einnig af leikjum KR gegn ÍA og KA.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner