Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fös 16. ágúst 2019 21:15
Sverrir Örn Einarsson
Dagur Ingi: Gaman að sjá þetta detta
Dagur Ingi í leik með Leikni F.
Dagur Ingi í leik með Leikni F.
Mynd: Raggi Óla
Dagur Ingi Valsson reyndist hetja Keflavíkur þegar hann tryggði Keflavík sætan sigur á liði Víkings frá Ólafsvík á Nettóvellinum í kvöld. Mikill vindur var í Keflavík í kvöld og það nýtti Dagur sér til fullnustu þegar hann tryggði liði sínu sigur með fallegu marki af vítateigslínunni eftir rúmlega 70 mínútna leik.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Víkingur Ó.

„Hún var mjög góð. Við vorum ekki búnir að eiga mörg skot en það var mjög gaman að sjá þetta detta.“
Sagði Dagur um tilfinninguna að sjá boltann í netinu,

Sumarið hjá Keflavík hefur verið kaflaskipt og næst á dagskrá þeirra er útileikur gegn Þrótti R. sem þar sem Keflavík á harma að hefna eftir slæmt tap fyrr í sumar.

„Við förum inn í þann leik til að vinna hann og kemur í ljós hvernig hann fer en við ætlum klárlega að spila betur en seinast á móti þeim þar sem við áttum slakan leik.“

Dagur Ingi er alin upp hjá Leikni.F sem stefnir nú hraðbyri upp í Inkasso deildina. Verður ekki skrýtið fyrir Dag að mæta þeim mögulega í deildinni að ári?

„Jú það verður mjög sérstök tilfinning, blendnar tilfinningar. Þeir eru ekki komnir upp en við sjáum til hvernig það fer.“

Sagði brosmildur Dagur Ingi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner