Þórhallur Siggeirsson þjálfari Þróttar var svekktur með 2-1 tap gegn Leikni R. fyrr í kvöld. Staðan var jöfn þar til á lokamínútum leiksins þegar Ernir Bjarnason gerði sigurmarkið.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 - 1 Þróttur R.
Þróttur er um miðja deild eftir tapið og er Þórhallur ósammála því að liðið sé að sigla lygnan sjó, þrátt fyrir að vera átta stigum fyrir ofan fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir.
„Þetta var mjög svekkjandi. Þeir voru búnir að leggja mikla orku í seinni hálfleikinn og mjög fúlt að fá þetta mark á sig í lokin. Þetta var annar tapleikurinn okkar í röð og það er mjög vont," sagði Þórhallur.
„Liðið er nýkomið saman og umhverfið er kannski ekki stöðugt og annað. Við erum meðvitaðir um það og erum að stefna í átt að meiri stöðugleika."
Athugasemdir