Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   sun 16. ágúst 2020 18:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Missti af mikilvægustu leikjunum en verður boðinn velkominn til baka
Josip Ilicic.
Josip Ilicic.
Mynd: Getty Images
Josip Ilicic var magnaður fyrir Atalanta þegar liðið sló Valencia úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hann tók hins vegar ekki þátt í 8-liða úrslitunum af persónulegum ástæðum.

Ýmsar sögusagnir hafa verið í gangi hvers vegna Ilicic hafi ekki verið með. Fram hefur komið í fjölmiðlum ytra að hann íhugi að hætta í fótbolta vegna þunglyndis eftir að hafa gengið inn á eiginkonu sína þar sem hún hélt fram hjá honum.

Björn Már Ólafsson, helsti sérfræðingur Íslendinga um ítalska boltann, segir að stuðningsmenn Atalanta séu ekki fúlir út í þennan frábæra leikmann og að hann verði tekið opnum örmum ef hann ákveður að snúa aftur.

„Hann hefur ekki spilað fótbolta síðan 11. júlí. Hann kom aftur eftir Covid nokkrum kílóum léttari og Covid hafði lagst mjög illa í hann. Hann fór aftur til Slóveníu og það eru sögur um hvað gerðist þar, en það veit enginn hvað er að nákvæmlega."

„Það er sérstakt að besti leikmaður liðsins missi af mikilvægustu leikjunum og maður hefði haldið að það myndi ekki leggjast vel í stuðningsmenn, en stuðningsmenn liðsins hafa staðið við bakið á honum. Hann nýtur fulls trausts frá stjórn félagsins og forsetinn talar við hann daglega, og mun alltaf bjóða hann velkominn til baka."

Björn fór mjög fögrum orðum um Ilicic sem fótboltamann. „Hann skoraði yfir 15 mörk á þessu tímabili og þessi gæi, hann er þvílíkur fótboltamaður. Ef þið viljið sjá góða frammistöðu þá horfið þið á leikinn gegn Udinese, ég held að hann hafi skorað fjögur og lagði upp tvö. Að horfa á hann spila fótbolta, það er stundum eins og hann sé frá allt annarri plánetu. Hann er líka skapstór og getur dottið niður."

Umræðuna má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Ítalski boltinn - Björn Már gerir upp liðið tímabil í A-deildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner