Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   sun 16. ágúst 2020 22:14
Elvar Geir Magnússon
Óskar Hrafn: Ljónshjarta sem hefur vantað í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann 4-2 útisigur gegn Víkingi í stórskemmtilegum leik í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika spjallaði við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  4 Breiðablik

„Þetta var opinn leikur, kannski fullopinn. Sem betur fer skoruðum við fleiri mörk," segir Óskar.

„Ég hefði viljað sjá okkur nýta færin betur í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn fór í það að verja það sem við höfðum. Það er kannski þannig gegn liði eins og Víking að þú getur ekki ætlast til að menn verði 90 mínútur í bensíngjöfinni."

„Menn börðust eins og ljón, seldu sig dýrt. Þó Víkingur hafi verið sterkari aðilinn stóra hluta seinni hálfleiks sköpuðu þeir sér lítið. Menn voru með ljónshjarta og köstuðu sér fyrir allt. Við sýndum varnarleik sem hefur vantað í sumar, við höfum verið full ljúfir og góðir."

Brynjólfur Willumsson spilaði fremstur hjá Blikum en Thomas Mikkelsen var í banni. Brynjólfur skoraði tvö mörk af vítapunktinum og var sífellt að búa til vandræði fyrir Víkinga.

„Brynjólfur sýndi hvers hann er megnugur. Hann er frábær leikmaður og í dag komu mörkin, eitthvað sem hefur vantað. Hann þarf fyrst og síðast að halda áfram að vera það afl sem hann hefur verið í liði okkar."

Gísli Eyjólfsson skoraði stórkostlegt mark í leiknum.

„Þetta er bara Gísli Eyjólfsson. Hann er einn besti leikmaðurinn í þessari deild. Hann á að skipta sköpum í leik okkar. Ég held að menn hafi ekki áttað sig á því þegar hann var meiddur hversu mikið við söknuðum hans. Hann gerir hluti sem enginn annar í þessari deild gerir."

Óskar segir að Viktor Karl Einarsson, sem verið hefur á meiðslalistanum, ætti að vera klár í næsta leik. Leik gegn Gróttu á föstudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner