Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 16. ágúst 2022 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Manchester City kaupir Sergio Gomez (Staðfest) - „Besta lið Englands"
Mynd: Manchester City
Manchester City hefur fest kaup á Sergio Gomez og kemur hann til félagsins frá belgíska félaginu Anderlecht.

Gomez er 21 árs vinstri bakvörður sem lék 49 leiki með Anderlecht á síðasta tímabili. Hann er uppalinn hjá Barcelona en fór til Dortmund árið 2018. Hann var lánaður frá Dortmund til Huesca og hjálpaði liðinu að komast upp úr spænsku B-deildinni vorið 2020.

Hjá Anderlecht lék hann undir stjórn Vincent Kompany sem er fyrrum fyrirliði Manchester City.

„Ég er mjög stoltur og ánægður að vera orðinn leikmaður City," sagði Gomez.

„Þetta er besta lið Englands og undir stjórn Pep Guadiola hef ég tækifæri til þess að læra og þróa minn leik undir stjórn mest framúrskarandi stjóra í heimi fótboltans. Þetta er draumur að rætast fyrir mig."

Gomez skrifar undir fjögura ára samning við City sem greiðir um 11 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Guardiola staðfesti á fréttamannafundi fyrir helgi að Gomez yrði ekki lánaður frá félaginu í vetur.



Athugasemdir
banner
banner