Breiðablik mætir Zrinjski í seinni leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar á morgun. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli klukkan 17:30 og er bosníska liðið með fjögurra marka forskot eftir fyrri leik liðanna.
Sigurvegarinn í einvíginu fer áfram í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en tapliðið fer í umspil um sæti í forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Sigurvegarinn í einvíginu fer áfram í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en tapliðið fer í umspil um sæti í forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði í viðtali við Fótbolta.net að Arnór Sveinn Aðalsteinsson væri meiddur, Alexander Helgi Sigurðarson væri bæði meiddur og veikur og Oliver Stefánsson væri einnig fjarri góðu gamni vegna veikinda.
Enginn af þessum þremur kom við sögu í fyrri leiknum gegn Zrinjski.
Patrik Johannesen er, eins og komið hefur fram, frá út tímabilið og þá eru þeir Eyþór Aron Wöhler og Dagur Örn Fjeldsted ekki löglegir þar sem þeir komu til baka í Breiðablik úr láni eftir að fyrri leikurinn gegn Zrinjski fór fram.
„Það eru allir aðrir klárir í slaginn," sagði Óskar. Viðtalið við þjálfarann verður birt hér á síðunni fljótlega.
Athugasemdir