Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 16. september 2019 20:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Ekkert mark skorað á Villa Park
Mynd: Getty Images
Aston Villa 0 - 0 West Ham
Rautt spjald:Arthur Masuaku, West Ham ('67)

Síðasti leikur fimmtu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar fór fram í kvöld þegar Aston Villa og West Ham áttust við á Villa Park í Birmingham.

Fyrri hálfleikurinn var líflegur, en það var ekkert mark skorað í honum.

Það athyglisverðasta sem gerðist í fyrri hálfleiknum var þegar Tyrone Mings og Anwar El Ghazi, liðsfélögum í Aston Villa, lenti saman. Þeim var ekki refsað fyrir æsinginn.

Á 67. mínútu fékk Arthur Masuaku, bakvörður West Ham, að líta rauða spjaldið fyrir tæklingu á Ahmed El Mohamady. Hann fékk sitt annað gula spjald.

Villa-menn voru því einum fleiri síðustu 25 mínúturnar eða svo, en þeir náðu ekki að nýta sér liðsmuninn. Jack Grealish fékk ágætis færi þegar lítið var eftir en náði ekki að nýta það.

Markalaust jafntefli var niðurstaðan og var það heilt yfir nokkuð sanngjarnt. Aston Villa er með fjögur stig í 17. sæti, West Ham með átta stig í áttunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner