Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   fös 16. september 2022 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Alls 71 leikmenn fóru út í háskólaboltann í Bandaríkjunum þetta haustið
Skólastyrkir samtals upp á 5 milljarða í heildina
Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend

Samtals 71 krakkar á vegum Soccer & Education USA hefja nú nám þetta haustið við hina ýmsu háskóla í Bandaríkjunum auk þess að iðka knattspyrnu samhliða náminu.


Aldrei hafa fleiri krakkar farið út eins og núna í haust á vegum Soccer & Education USA og þetta ár því frábær endurkoma eftir tíma heimsfaraldurs.

Soccer & Education USA er íslenskt fyrirtæki stofnað af Brynjari Benediktssyni og Jónu Kristínu Hauksdóttur í nóvember 2015. Markmið og stefna fyrirtækisins er að aðstoða ungt og efnilegt knattspyrnufólk að komast út til Bandaríkjanna og fá skólastyrk hjá háskólum þar í landi. Frá stofnun fyrirtækisins hafa yfir 400 krakkar farið út í gegnum Soccer & Education USA og hlotið samtals um fimm milljarða skólastyrki í hinum ýmsu háskólum.

Af þeim 71 krökkum í heildina sem héldu út núna í haust eru 39 strákar og 32 stelpur. Þessir krakkar spila á mismunandi getustigi hér heima og eiga sinn ólíka feril að baki til þessa. Krakkarnir eru ýmist leikmenn í 2. flokki eða meistaraflokki sinna félaga og spila með liðum í öllum deildum landsins, allt frá Bestu deild niður í 4. deild. Einnig eru krakkar sem eiga landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og margir verið í æfingahópi yngri landsliða. Soccer & Education USA aðstoðar einnig leikmenn í körfubolta,golfi, frjálsum og sundi.

Meirihluti þeirra 71 krakka sem héldu út núna í haust spila í NCAA deild háskólaboltans úti eða 54 talsins. Einnig eru 14 krakkar sem spila í NAIA deild háskólaboltans og 2 í JUCO deild háskólaboltans. Vinsælustu áfangastaðirnir hjá íslensku krökkunum eru fylkin Kalifornía (e. California), Alabama, , Flórída (e. Florida), Norður Karólína (e. North Carolina) og Suður Karólína (e. South Carolina)


Athugasemdir
banner