Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   fös 16. september 2022 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Alls 71 leikmenn fóru út í háskólaboltann í Bandaríkjunum þetta haustið
Skólastyrkir samtals upp á 5 milljarða í heildina
Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend

Samtals 71 krakkar á vegum Soccer & Education USA hefja nú nám þetta haustið við hina ýmsu háskóla í Bandaríkjunum auk þess að iðka knattspyrnu samhliða náminu.


Aldrei hafa fleiri krakkar farið út eins og núna í haust á vegum Soccer & Education USA og þetta ár því frábær endurkoma eftir tíma heimsfaraldurs.

Soccer & Education USA er íslenskt fyrirtæki stofnað af Brynjari Benediktssyni og Jónu Kristínu Hauksdóttur í nóvember 2015. Markmið og stefna fyrirtækisins er að aðstoða ungt og efnilegt knattspyrnufólk að komast út til Bandaríkjanna og fá skólastyrk hjá háskólum þar í landi. Frá stofnun fyrirtækisins hafa yfir 400 krakkar farið út í gegnum Soccer & Education USA og hlotið samtals um fimm milljarða skólastyrki í hinum ýmsu háskólum.

Af þeim 71 krökkum í heildina sem héldu út núna í haust eru 39 strákar og 32 stelpur. Þessir krakkar spila á mismunandi getustigi hér heima og eiga sinn ólíka feril að baki til þessa. Krakkarnir eru ýmist leikmenn í 2. flokki eða meistaraflokki sinna félaga og spila með liðum í öllum deildum landsins, allt frá Bestu deild niður í 4. deild. Einnig eru krakkar sem eiga landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og margir verið í æfingahópi yngri landsliða. Soccer & Education USA aðstoðar einnig leikmenn í körfubolta,golfi, frjálsum og sundi.

Meirihluti þeirra 71 krakka sem héldu út núna í haust spila í NCAA deild háskólaboltans úti eða 54 talsins. Einnig eru 14 krakkar sem spila í NAIA deild háskólaboltans og 2 í JUCO deild háskólaboltans. Vinsælustu áfangastaðirnir hjá íslensku krökkunum eru fylkin Kalifornía (e. California), Alabama, , Flórída (e. Florida), Norður Karólína (e. North Carolina) og Suður Karólína (e. South Carolina)


Athugasemdir