Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
banner
   fös 16. september 2022 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Alls 71 leikmenn fóru út í háskólaboltann í Bandaríkjunum þetta haustið
Skólastyrkir samtals upp á 5 milljarða í heildina
Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend

Samtals 71 krakkar á vegum Soccer & Education USA hefja nú nám þetta haustið við hina ýmsu háskóla í Bandaríkjunum auk þess að iðka knattspyrnu samhliða náminu.


Aldrei hafa fleiri krakkar farið út eins og núna í haust á vegum Soccer & Education USA og þetta ár því frábær endurkoma eftir tíma heimsfaraldurs.

Soccer & Education USA er íslenskt fyrirtæki stofnað af Brynjari Benediktssyni og Jónu Kristínu Hauksdóttur í nóvember 2015. Markmið og stefna fyrirtækisins er að aðstoða ungt og efnilegt knattspyrnufólk að komast út til Bandaríkjanna og fá skólastyrk hjá háskólum þar í landi. Frá stofnun fyrirtækisins hafa yfir 400 krakkar farið út í gegnum Soccer & Education USA og hlotið samtals um fimm milljarða skólastyrki í hinum ýmsu háskólum.

Af þeim 71 krökkum í heildina sem héldu út núna í haust eru 39 strákar og 32 stelpur. Þessir krakkar spila á mismunandi getustigi hér heima og eiga sinn ólíka feril að baki til þessa. Krakkarnir eru ýmist leikmenn í 2. flokki eða meistaraflokki sinna félaga og spila með liðum í öllum deildum landsins, allt frá Bestu deild niður í 4. deild. Einnig eru krakkar sem eiga landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og margir verið í æfingahópi yngri landsliða. Soccer & Education USA aðstoðar einnig leikmenn í körfubolta,golfi, frjálsum og sundi.

Meirihluti þeirra 71 krakka sem héldu út núna í haust spila í NCAA deild háskólaboltans úti eða 54 talsins. Einnig eru 14 krakkar sem spila í NAIA deild háskólaboltans og 2 í JUCO deild háskólaboltans. Vinsælustu áfangastaðirnir hjá íslensku krökkunum eru fylkin Kalifornía (e. California), Alabama, , Flórída (e. Florida), Norður Karólína (e. North Carolina) og Suður Karólína (e. South Carolina)


Athugasemdir
banner
banner