Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 16. september 2022 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Alls 71 leikmenn fóru út í háskólaboltann í Bandaríkjunum þetta haustið
Skólastyrkir samtals upp á 5 milljarða í heildina
Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend

Samtals 71 krakkar á vegum Soccer & Education USA hefja nú nám þetta haustið við hina ýmsu háskóla í Bandaríkjunum auk þess að iðka knattspyrnu samhliða náminu.


Aldrei hafa fleiri krakkar farið út eins og núna í haust á vegum Soccer & Education USA og þetta ár því frábær endurkoma eftir tíma heimsfaraldurs.

Soccer & Education USA er íslenskt fyrirtæki stofnað af Brynjari Benediktssyni og Jónu Kristínu Hauksdóttur í nóvember 2015. Markmið og stefna fyrirtækisins er að aðstoða ungt og efnilegt knattspyrnufólk að komast út til Bandaríkjanna og fá skólastyrk hjá háskólum þar í landi. Frá stofnun fyrirtækisins hafa yfir 400 krakkar farið út í gegnum Soccer & Education USA og hlotið samtals um fimm milljarða skólastyrki í hinum ýmsu háskólum.

Af þeim 71 krökkum í heildina sem héldu út núna í haust eru 39 strákar og 32 stelpur. Þessir krakkar spila á mismunandi getustigi hér heima og eiga sinn ólíka feril að baki til þessa. Krakkarnir eru ýmist leikmenn í 2. flokki eða meistaraflokki sinna félaga og spila með liðum í öllum deildum landsins, allt frá Bestu deild niður í 4. deild. Einnig eru krakkar sem eiga landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og margir verið í æfingahópi yngri landsliða. Soccer & Education USA aðstoðar einnig leikmenn í körfubolta,golfi, frjálsum og sundi.

Meirihluti þeirra 71 krakka sem héldu út núna í haust spila í NCAA deild háskólaboltans úti eða 54 talsins. Einnig eru 14 krakkar sem spila í NAIA deild háskólaboltans og 2 í JUCO deild háskólaboltans. Vinsælustu áfangastaðirnir hjá íslensku krökkunum eru fylkin Kalifornía (e. California), Alabama, , Flórída (e. Florida), Norður Karólína (e. North Carolina) og Suður Karólína (e. South Carolina)


Athugasemdir