Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 16. september 2022 15:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
„Besta dæmið er Nökkvi sem er farinn út núna"
Nökkvi Þeyr Þórisson.
Nökkvi Þeyr Þórisson.
Mynd: Beerschot
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, var spurður að því á fréttamannafundi áðan hvort það hefði komið til greina að velja leikmenn úr Bestu deildinni í landsliðshópinn.

Arnar hefur verið að fylgjast með Bestu deildinni og segir hann að ákveðnir leikmenn hafi verið að standa sig vel, en enginn úr deildinni er í hópnum að þessu sinni. Hann nefndi það sérstaklega samt á fundinum að Nökkvi Þeyr Þórisson - markahæsti leikmaður deildarinnar - hefði verið að standa sig vel en hann er núna farinn í atvinnumennsku til Belgíu.

Nökkvi var ekki valinn núna en er klárlega búinn að koma sér inn í myndina.

„Við fylgjumst með mjög mörgum leikmönnum. Það eru allavega yfir 50 leikmenn sem við erum að fylgjast með vikulega sem eru í atvinnumennsku," sagði Arnar.

„Svo erum við með Bestu deildina á Íslandi þar sem leikmenn eru búnir að standa sig vel í sumar. Besta dæmið er Nökkvi (Þeyr Þórisson) sem er farinn út núna. Hann stóð sig frábærlega."

„Það eru að sjálfsögðu alltaf fleiri leikmenn sem koma til greina en eru valdir. Það eru bara 23 landsliðsmenn í hópnum."

Hægt er að sjá hópinn sem Arnar valdi með því að smella hérna.

Sjá einnig:
Tækifærið geggjað en ákvörðunin mjög erfið - „Leið eins og ég væri aðeins að svíkja liðið"
Athugasemdir
banner
banner
banner