Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   fös 16. september 2022 18:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Besta tilfinning í heimi að spila með bróður sínum"
Nökkvi Þeyr og Þorri Mar árið 2019
Nökkvi Þeyr og Þorri Mar árið 2019
Mynd: KA.is

Nökkvi Þeyr Þórisson sló í gegn með KA í sumar en hann var seldur til Beerschot í Belgíu á dögunum.


Nökkvi spilaði vinstra megin í þriggja manna framlínu og skoraði ófá mörkin með því að 'kötta' inn og skrúfa boltann í fjærhornið.

Þorri Mar Þórisson, tvíburabróðir Nökkva spilaði mikið fyrir aftan hann í vinstri bakverðinum í sumar. Nökkvi var í viðtali í Innkastinu á dögunum þar sem hann talaði um það hvernig væri að spila með bróður sínum.

„Það er besta tilfinning í heimi að spila með bróður sínum. Það er eitthvað sem maður er stoltastur af, að spila með bróður sínum í efstu deild með KA í toppbaráttu, það er eitthvað sem maður mun varðveita," sagði Nökkvi.


Innkastið - Draumaumferð KA, glataðir Valsarar og Stjarnan í frjálsu falli
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner