Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   lau 16. september 2023 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Gunnlaugs: Þetta er með ólíkindum, ég trúi þessu varla
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Tilfinningin er geggjuð. Þetta er ótrúlegt, ótrúlegir stuðningsmenn," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir sigur gegn KA í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í dag. Víkingar hafa verið handhafar bikarsins í meira en 1400 daga og verða það áfram í eitt ár í viðbót hið minnsta.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 KA

„Þetta verður eiginlega bara betra og betra. Við tökum þessu alls ekki sem sjálfsögðum hlut. Þú þarft alltaf að vera 'on it' andlega og líkamlega, og taktískt. Þetta er með ólíkindum, ég trúi þessu varla," segir Arnar.

Arnar lofaði því fyrir leikinn að Matthías Vilhjálmsson yrði í óvanalegri stöðu og það var svo sannarlega niðurstaðan. Matthías spilaði í miðverði og gerði það frábærlega.

„Matti Villa í dag, þvílíkt 'colossal' frammistaða hjá honum í miðverði. Þetta eru ótrúlegir strákar og ótrúlegt félag."

„Þetta er svo mikill sigurvegari," sagði Arnar um Matta. „Þetta er ótrúlegur karakter, ótrúlegur fótboltamaður og ótrúleg manneskja. Hann varð strax spenntur þegar ég sagði honum frá þessari hugmynd á mánudeginum. Við fórum vel yfir hans stöðu og hann negldi hana upp á tíu. Svo kemur hann með mark, kremið ofan á kökuna. Þetta er algjör sigurvegari þessi gaur."

Það var ógeðslegt veður á Laugardalsvelli í dag en Arnari var alveg sama um það.

„Þetta er ekta Skagaveður. Ég hef átt margar af mínum bestu minningum í svona veðri," sagði Arnar.

Víkingar geta orðið tvöfaldir meistarar á morgun, þá geta þeir tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á sófanum. „Ég myndi elska það að vera upp í sófa og sjá Stjörnuna ná stigi af Val."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner