
„Sko, tilfinningin er góð, ég mæli með henni. Mér líður bara mjög vel. Þetta var bara veisla." sagði Birnir Snær Ingaasonleikmaður Víkings mjög sáttur eftir að liðið tryggði sinn fjórða bikarúrslitatitil á fjórum árum.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 1 KA
„Þetta var ekkert fallegur fótbolti sko, aðstæðurnar voru erfiðar þannig þetta var ekki fallegur fótbolti en þetta voru alvöru slagsmál. Við komumst í 1-0 og seinni hálfeikurinn byrjaði þá fannst mér við aðeins taka smá yfir þetta og svo var gott þegar Ari (Sigurpálsson) lokaði þessu."
Víkingar komust í 2-0 um miðjan síðari hálfleik og KA fór þá að sækja og náði inn einu marki og opnaði leikinn. Fór eitthvað um Víkinga í stöðunni 2-1?
„Ég fór akkúratt útaf í 2-1 og það er hræðilegt að vera á bekknum þegar svona stöff gerist þannig ég var stressaður, ég viðurkenni það en Ari einhverneigin græjaði þetta bara á 0,1 þannig það var ljúft."
Sigur Víkingaa í kvöld þýðir það að Víkingar eru Bikarmeistarar í fjórða sinn í röð. Eru Víkingar komnir í áskrift af þessum titli?
„Þetta er bara rugl. Þetta er bara einhver þvæla. Fjórði í röð, fimm ár í röð, þúveist þetta er nýja stöffið."
Hvað er planið í kvöld hjá Víkingum?
„Núna er bara þú veist. Ég er að fara beint í kallt, stutt í næsta leik þannig það er bara 100% focus og ég ætla aðeins að láta sjúkraþjálfarann kíkja á mig og svo er það bara lazerinn gamli (Lui Focusinn)." sagði Birnir léttur að lokum!