Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   lau 16. september 2023 20:01
Anton Freyr Jónsson
Birnir Snær: Þetta er bara einhver þvæla - Þetta er nýja stöffið
Birnir Snær Ingason
Birnir Snær Ingason
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Víkingur eru bikarmeistarar árið 2023 eftir 3-1 sigur á KA á Laugardalsvelli í dag. 

„Sko, tilfinningin er góð, ég mæli með henni. Mér líður bara mjög vel. Þetta var bara veisla." sagði Birnir Snær Ingaasonleikmaður Víkings mjög sáttur eftir að liðið tryggði sinn fjórða bikarúrslitatitil á fjórum árum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 KA

„Þetta var ekkert fallegur fótbolti sko, aðstæðurnar voru erfiðar þannig þetta var ekki fallegur fótbolti en þetta voru alvöru slagsmál. Við komumst í 1-0 og seinni hálfeikurinn byrjaði þá fannst mér við aðeins taka smá yfir þetta og svo var gott þegar Ari (Sigurpálsson) lokaði þessu."

Víkingar komust í 2-0 um miðjan síðari hálfleik og KA fór þá að sækja og náði inn einu marki og opnaði leikinn. Fór eitthvað um Víkinga í stöðunni 2-1? 

„Ég fór akkúratt útaf í 2-1 og það er hræðilegt að vera á bekknum þegar svona stöff gerist þannig ég var stressaður, ég viðurkenni það en Ari einhverneigin græjaði þetta bara á 0,1 þannig það var ljúft."

Sigur Víkingaa í kvöld þýðir það að Víkingar eru Bikarmeistarar í fjórða sinn í röð. Eru Víkingar komnir í áskrift af þessum titli?

„Þetta er bara rugl. Þetta er bara einhver þvæla. Fjórði í röð, fimm ár í röð, þúveist þetta er nýja stöffið."

Hvað er planið í kvöld hjá Víkingum?

„Núna er bara þú veist. Ég er að fara beint í kallt, stutt í næsta leik þannig það er bara 100% focus og ég ætla aðeins að láta sjúkraþjálfarann kíkja á mig og svo er það bara lazerinn gamli (Lui Focusinn)." sagði Birnir léttur að lokum!



Athugasemdir
banner
banner
banner