Við erum mörg sem höfum brugðist í sumar

Björn Sigurbjörnsson þjálfari Selfoss var svekktur eftir tap síns liðs í Keflavík í dag.
„Ekkert sérstaklega skemmtilegur fótboltaleikur, lýsandi fyrir okkar tímabil að tapa á einu föstu leikatriði." Sagði Björn um leik dagsins.
„Það er fleira en eitthvað eitt. Undirbúningstímabilið fer illa, við missum leikmenn sem við fengum til okkar. Það myndast panikk hjá mér og leikmönnum. Það fellur aldrei neitt með okkur. Við erum mörg sem höfum brugðist sem eigum að geta gert betur." Sagði Björn þegar hann var spurður út í tímabilið.
Lestu um leikinn: Keflavík 1 - 0 Selfoss
Björn hefur verið orðaður við kvennalið Víkings „Það er mitt uppeldisfélag, ekkert óeðlilegt að vera orðaður við það en ég er ekki á leiðinni í Víking."
Nánar er rætt við Björn í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir