
„Tilfinningin er mjög góð. Við erum búnir að stefna að þessu í allt sumar. Að ná þessu er smá súrrealískt en mjög flott," sagði Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, eftir sigur gegn KA í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 1 KA
Danijel var ansi kalt eftir leikinn en veðuraðstæður voru ekki að leika við menn.
„Í fyrri hálfleik var miklu meiri vindur en í seinni hálfleik. Mér fannst við ekki nýta hann nægilega vel fyrr en í seinni hálfleik. Það var bara gaman. KA er með hörkulið og svöruðu öllum okkar spurningum í fyrri hálfleik. Þeir voru hörkugóðir en við erum með gæði sem loka leikjum."
Danijel gerði vel í öðru markinu þegar hann átti sendingu úr aukaspyrnu sem rataði beint á Aron Elís Þrándarson.
„Hann var mjög einn og Aron Elís einn inn í teignum er ekki gott (fyrir hitt liðið). Ef ég myndi setja boltann á hann, þá vissi ég að hann myndi skora."
„Ég er búinn að finna mig smá. Ég var smá í aukahlutverki í sumar en núna er ég búinn að skora í fjórum í röð í Bestu deildinni og ég spilaði 90 mínútur í dag þannig að ég er mjög sáttur. Ég er á góðri vegferð sjálfur."
„Ég kom fyrir tæpu ári síðan hingað. Það er gott að venja sig á því að vinna bikara. Þrír titlar á einu ári, ég segi ekki nei við því," sagði Danijel en allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir