
„Það er ekki til betri tilfinning held ég, þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu," sagði bikarmeistarinn Ari Sigurpálsson við Fótbolta.net eftir sigurinn gegn KA í dag.
Ari skoraði þriðja mark Víkings og fór með því langt með að tryggja sigur Víkinga.
Ari skoraði þriðja mark Víkings og fór með því langt með að tryggja sigur Víkinga.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 1 KA
„Ég þarf ekki mikinn tíma, eins og á móti KR, sérstaklega þegar leikurinn er svona. Þeir skora þegar ég er að gera mig tilbúinn að koma inn á. Arnar sagði við mig að ég ætti að vera tilbúinn í 'transition' þar sem ég veit að ég er mjög hættulegur. Ég var ekki bara að hugsa um að verja forskotið, heldur líka að klára þetta."
„Arnar var eitthvað pirraður að ég væri lengi að gera mig tilbúinn, var nýbúinn að kalla í mig og ég 30 sekúndur að gera mig kláran."
„Þetta er jafnvel betra en í fyrra, sérstaklega ef við klárum þetta á miðvikudaginn (deildina). Vonandi samt vinnur Stjarnan á morgun, þá verðum við tvöfaldir meistarar um helgina."
„Ég veit það ekki, ég er búinn að vera díla svo mikið við meiðsli og svona núna. Í fyrra átti ég mjög gott tímabil og núna er ég nýbúinn að togna. Það skiptir mig miklu máli að vinna þennan titil, sérstaklega að skora og vera með fjögur mörk í bikarnum. Ég held ég sé búinn að spila samtals 90 mínútur eða eitthvað."
Ari ákvað í lok síðasta mánaðar að vera áfram í Víkingi en hann var með tilboð erlendis frá. „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í fótbolta, extra sætt."
„Nei, ég var ekki stressaður að hann myndi verja þetta, öll mörkin mín eru einhvern veginn svona, er kominn einn í gegn og markmaðurinn ver eiginlega alltaf inn í netið," sagði Ari að lokum.
Athugasemdir