Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   lau 16. september 2023 19:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrsti titill Arons: Vonandi klárum við Íslandsmeistaratitilinn í næsta leik
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Þetta er rosalegt, þetta er það sem við stefndum að og geggjað að ná að klára þetta," sagði Aron Elís Þrándarson leikmaður Víkings eftir sigur liðsins á KA í úrslitum Mjólkurbikarsins í dag.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 KA

Aron Elís gekk til liðs við Víking í júlí og var staðráðinn í að vinna bikarinn með liðinu.

„Klárt mál. Deildin leit vel út og við vissum það að við værum að fara mæta KA liði sem er allt undir fyrir þá. Aðstæður voru erfiðar en við kláruðum þetta sem var geggjað," sagði Aron Elís.

„Þetta var einvígi og boltinn var útum allt. Við náðum að vera yfir í baráttunni. Þetta var ekki neitt rosalegur leikur af okkar hálfu en það var geggjað að klára þetta."

Aron Elís skoraði annað mark liðsins eftir aukaspyrnu frá Danijel Dejan Djuric en KA menn vildu meina að það hafi ekki átt sér stað brot.

„Ég sé að Danni er að taka aukaspyrnuna og mér finnst þeir vera helvíti aftarlega þannig ég tek hlaupið á nær og flikka honum inn. Ég sé það ekki nógu vel (brotið). Ég veit það ekki," sagði Aron.

Víkingar urðu smá stressaðir þegar Ívar Örn Árnason minnkaði muninn fyrir KA.

„Það var smá stress en mér fannst við vera 'solid'. Geggjað að fá Ara inn og klára þetta," sagði Aron.

Aron Elís vann sinn fyrsta titil með meistaraflokki í dag.

„Fyrsti titillinn í meistaraflokki, það er geggjað og vonandi klárum við Íslandsmeistaratitilinn í næsta leik," sagði Aron.


Athugasemdir
banner